Fleiri fréttir

Ummæli Davíðs ómakleg og óverðskulduð

Geir. H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á landsfundi Sjálfstæðiflokksins í morgun að ummæli Davíðs Oddssonar í gær í garð Endurreisnarnefndar flokksins og formanns hennar væru ómakleg og óverðskulduð. Geir kvaddi sér óvænt hljóðs til þess að mótmæla ummælum Davíðs. Þetta kemur fram á Eyjunni

Vilja ekki afnema verðtrygginguna

Samfylkingin greiðir nú atkvæði um stefnumál sín á lokadegi landsfundar í Smáranum. Endurreisnarnefnd landsfundar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum - en ekki að hún verði afnumin. Umhverfishópurinn leggur til að kvótar verði innkallaðir í Auðlindasjóð á næstu tuttugu árum.

Útskrifast af gjörgæslu í dag

Llíðan konunnar sem slasaðist við Skessuhorn í gær er sögð góð eftir atvikum. Hún útskrifast frá gjörgæsludeild í dag og fer á aðra deild. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um klukkan tíu í gærkvöld.

Geiri á Goldfinger segist hafa styrkt alla flokka - líka VG

Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, segist hafa styrkt alla stjórnmálaflokka undanfarin ár. Mikið hefur verið rætt um 300 þúsund króna styrkt Baltic sem er fyrirtæki Geira til Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hinsvegar hafa styrkt alla flokka og meira að segja Vinstri græna. Geiri er staddur í Tælandi en ætlar að fá upplýsingar frá endurskoðanda um styrki til stjórnmálaflokkanna þegar hann kemur heim.

Greiðir fyrir klámmyndaáhorf eiginmannsins

Innanríkisráðherra Bretlands segir að hún muni endurgreiða kostnað sem hlaust af því að eiginmaður hennar horfði á klámmyndir á leigurás í sjónvarpinu sem er á heimili þeirra.

Kólumbískur Fritzl átti átta börn með dóttur sinni

Kólumbískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðslega mistnotkun á dóttur sinni frá unga aldri en hann hefur átt með henni átta börn. Maðurinn hefur neitað sök og segir dótturina ekki vera líffræðilega skylda sér, þau hafi elskað hvort annað.

Rólegt hjá helstu lögregluembættum landsins

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá helstu lögregluembættum landsins. Einn var þó stöðvaður á Akranesi grunaður um ölvun við akstur og fimm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Langflestir Talibanar vilja frið

Langflestir afganskir talibanar eru tilbúnir til að leggja niður vopn, að sögn fyrrverandi foringja úr þeirra röðum. Þeir eru hinsvegar hræddir um að þeir verði drepnir fyrir að svíkja málstaðinn, þar sem ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi þeirra.

Hálka víða um land

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að víða um land sé hálka. Þar segir frá hálkublettum á Reykjanesi og Kjalarnesi auk þess sem hálka og snjóþekja sé víða á Suðurlandi.

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins kosinn í dag

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kosinn í dag en í dag er síðasti dagur landsfundar flokksins. Það eru þeir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson sem slást um formannsstólinn og er reiknað með að mjótt verði á mununum. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ein í framboði til varaformanns flokksins.

Opið á skíðasvæðum

Opið er í Bláfjöllum í dag, gullfallegt veður, er orðið bjart og nýr snjór yfir öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláfjöllum nú í morgun. Einnig er opið í Hlíðarfjalli til klukkan 16:00 í dag. Þar er logn -4° og smá snjókoma.

Flutt með þyrlu til Reykjavíkur

Kona sem slasaðist í Skessuhorni í gær var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík um 22:00 í gærkvöldi. Hún var borin niður fjallið og komið í snjóbíl sem flutti hana þangað sem þyrlan gat sótt hana

Ræða Davíðs í heild sinni - myndband

Davíð Oddsson sagði meðal annars í merkilegri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ekki væri við nýjan seðlabankastjóra að sakast þó hann væri ókunnugur öllu sem hér hefði verið að gerast undanfarið. Það hafi hinsvegar ekki verið traustvekjandi þegar hann sagðist ekki muna eftir því hvenær fyrst var rætt við hann um starfið á fyrsta blaðamannafundi sínum. Það væri í senn sérkennilegt og mjög alvarlegt.

Skotið að mótmælendum í Madagaskar

Þrjátíu hið minnsta eru taldir hafa slasast, sumir af skotsárum, í mótmælum gegn stjórnvöldum í Madagaskar í dag. Fimmtán þúsund stuðningsmenn Marc Ravalomanana lenti saman við lögreglu í höfuðborg landsins. Þeir heimta endurkomu leiðtoga síns sem var bolað frá völdum í síðustu viku.

Björgunarfólk komið að hinni slösuðu

Um 120 björgunarsveitarmenn hafa í allan dag reynt að komast að slasaðri konu í fjallinu Skessuhorni. Tólf manna gönguhópur var þar á göngu þegar ein úr hópnum slasaða. Björgunarfólkið er nú komið á staðinn og verið er að undirbúa flutning á fólkinu niður fjallið en aðstæður er gríðarlega erfið. Mikil ísing er á svæðinu og snjóflóðahætta.

Segir ummæli Davíðs ómakleg

Vilhjálmur Egilsson formaður samtaka atvinnulífsins segir ummæli Davíðs Oddssonar á landsfundi flokksins hafa verið ómakleg en hann láti þau ekki hafa áhrif á sig. Davíð sagði skýrslu Endurreisnarnefndar flokksins sem Vilhjálmur stýrði vera hrákasmíð og hann sæi eftir þeim trjágróðri sem notaður var í prentun skýrslunnar. Vilhjálmur segir að með þessu sé Davíð að gera lítið úr þeim 80 einstaklingum sem stóðu að skýrslunni.

Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vinna með börnum

Fólk sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum á ekki að vinna með börnum og unglingum, segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Varsla barnakláms er ein tegund slíks ofbeldis.

Dagur B varaformaður - Jóhanna fékk 97% atkvæða

Dagur B. Eggertsson var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar fyrir stundu eftir sig á Árna Páli Árnasyni þingmanni. Dagur hlaut 65,6% en Árni Páll 33,9% greiddra atvkæða á landsfundi flokksins. Dagur sagði að flokkurinn myndi sækja um aðild að ESB að loknum kosningum og myndi bjóða til samstarfs með það að leiðarljósi. Hann sagði Samfylkinguna vera eina flokkinn með plan. Jóhanna Sigurðardóttir var kosinn formaður Samfylkingarinnar með 97% greiddra atkvæða.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að slasaðri konu

Um 100 björgunarsveitamenn aðstoða nú tólf manna gönguhóp niður af Skesskuhorni. Beðið var um aðstoð um klukkan tvö í dag þegar kona í hópnum féll og slasaðist. Veður er afleitt á svæðinu, það er hvasst auk þess sem snjóflóðahætta er töluverð.

Esjan hvað ?

Reykjavík er ekki eina borgin í heiminum sem á sér fjall. Borgin Bern í Sviss á raunar þrjú sem eru alveg sæmilega rismikil.

Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists

Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists.

Hermt eftir Andra Snæ ?

Það er lítið annað að sjá en bílljós á þessari mynd frá Nýju Delhi á Indlandi. Ljós borgarinnar voru slökkt í dag vegna Jarðardagsins svokallaða.

Lyftustopp í Hlíðarfjalli: Fólkið komið niður

Stólalyftan í Hlíðarfjalli stoppaði um 14:00 í dag. Björgunarsveitin var kölluð á vettvang þegar ákveðið var að ná fólkinu niður en um 200 manns voru í lyftunni þegar hún stoppaði. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að engin hætta hafi verið á ferðum þó einhverjir hafi eflaust fengið um sig hroll.

Bílvelta á Grindavíkurvegi: Fjórir fluttir á sjúkrahús

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi fyrr í dag. Að sögn lögreglu voru fjórir fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarelga slasaðir þeir eru. Um var að ræða jeppa sem fór útaf veginum og að sögn vegfaranda fór hann nokkuð langt útaf veginum en mikil hálka er á vettvangi. Verið er að rannsaka tildrög slyssins að sögn lögreglu.

Föst í skíðalyftunni í Hliðarfjalli í tvo tíma

Nokkur fjöldi fólks hefur setið fastur í skíðalyftunni í Hlíðarfjalli í nærri tvo klukkutíma. Einhverjir björgunarsveitarmenn úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, voru á svæðinu og hafa hafið aðgerðir til aðstoðar fólkinu og fleiri eru á leiðinni með búnað sem til þarf til að ná fólkinu úr lyftunni.

Sjálfstýring bilaði í rússnesku geimfari

Geimfarar á rússneska geimfarinu Soyus 14, handflugu því að Alþjóðlegu geimstöðinni í dag þegar sjálfstýring þess bilaði. Tengingin við geimstöðina tókst ágætlega.

Margt ósmekklegt og rangt sagt um hjónaband okkar Kristjáns

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hélt ræðu á landsfundi flokksins fyrir stundu en hún sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns. Hún sagði uppgjöf ekki vera til í orðabókum sjálfstæðismanna en hún var einnig á persónulegu nótunum. Ræddi hún meðal annars um hlutabréfakaup eiginmanns síns og kjaftasögurnar um hjónabandið. Hún sagði Steingrím J. vera hinn nýja Skattmann og að skikkjan hefði verið send með hraðpósti frá Bessastöðum.

Kynferðisbrot á meðferðarheimili: Ekki hægt að reka nema ákært sé

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að séu starfsmenn meðferðarheimilis ákærðir fyrir kynferðisbrot sé þeim sagt upp störfum varanlega. Sjái ákæruvaldið hinsvegar ekki ástæðu til þess að gefa út ákæru séu menn í erfiðri stöðu og ekki hægt að reka viðkomandi. Rannsókn fer nú fram á meintum kynferðisbrotum starfsmanns meðferðarheimilis á Norðulandi en honum hefur verið sagt upp störfum tímabundið. Sami maður laut rannsókn vegna svipaðra brota fyrir ári síðan

Davíð Oddsson ávarpar landsfund

Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mun ávarpa landsfund Sjálfstæðismanna klukkan 16:00 í dag. Ekki er vitað hvað Davíð ætlar að segja en mikil eftirvænting er í landsfundargestum vegna ræðu Davíðs.

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Jeppi fór útaf Grindavíkurvegi fyrir stundu og valt. Að sögn vegfaranda er mikil hálka á veginum og lá bíllinn talsvert utan við veginn. Lögregla og sjúkrabíll voru komin á staðinn og slökkvilið var einnig á leið á vettvang.

Eva Joly kostar 70 milljónir á ári

Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt.

Ætlar ekki í varaformanninn

Kristján Þór Júlíusson segist ekki ætla að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins tapi hann fyrir Bjarna Benediktssyni um formannsstól flokksins.

Íslands bíður björt framtíð handan við hornið

Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins sem í kjölfarið var lögð fyrir landsfund flokksins til umfjöllunar. Meðal þess sem kom fram í máli Bjarna var að flokkurinn telur að Ísland eigi að standa utan við Evrópusambandið en flokkurinn telur að ísland eigi að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu.

Vilja að ný ríkisstjórn sæki um aðild að ESB

Fjöldi fólks héðan og þaðan í samfélaginu skrifar undir áskorun sem birt er með auglýsingu í dagblöðunum í dag, um að ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar til Alþingis í apríl, hafi það sem eitt af forgangsverkefnum sínum að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og sæki síðan um aðild að Evrópusambandinu.

Ný forysta Samfylkingar kosin í dag

Ný forysta Samfylkingarinnar verður kosin í dag á landsfundi flokksins í Smáranum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ein í framboði til formanns en tveir menn berjast um varaformannsembættið, þeir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Árni Páll Árnason þingmaður.

Vilja að neitunarvaldi sé beitt gegn Fogh Rasmussen

Forsætisráðherra Tyrklands segir að múslimaríki biðji Tyrki um að beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur verði næsti framkvæmdastjóri NATO.

Eldur í íbúðarhúsi í Grindavík - kona flutt á sjúkrahús

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Hvassahraun í Grindavík um hálf þrjú leytið í nótt. Talsverður eldur var í húsinu þegar slökkvilið og lögregla mættu á vettvang. Ein kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hún út af sjálfsdáðum. Hún var flutt á sjúkrahús með vott af reykeitrun að sögn lögreglu. Málið er í rannsókn.

Opið á helstu skíðasvæðum

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er eins og það gerist best logn, heiðskírt og sól, -8c°, færið er líka eins og það gerist best troðinn harðpakkaður nýr snjór.

Þrjú fíkniefnamál á Akureyri

Í gær, föstudag, komu þrjú fíkniefnamál upp hjá lögreglunni á Akureyri, auk þess sem einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Eitt blað á hvert fermingarbarn

Fermingarbörnin í Hafnarfjarðarkirkju hafa í vetur unnið að glæsilegu mósaíklistaverki með listakonunni Alice Olivia Clarke. Verkið heitir Lífsins tré en Alice hannaði verkið og bjó til stofn trésins og hvert fermingarbarn bjó til eitt laufblað á tréð.

Sjá næstu 50 fréttir