Innlent

Þrjú fíkniefnamál á Akureyri

Mynd úr safni
Mynd úr safni MYND/DANÍEL

Í gær, föstudag, komu þrjú fíkniefnamál upp hjá lögreglunni á Akureyri, auk þess sem einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglumenn í fíkniefnahóp Lögreglunnar á Norðurlandi auk vakthafandi lögreglumanna og Sérsveitar RLS á Akureyri framkvæmdu húsleitir á þremur stöðum í bænum.

Á fyrsta staðnum lagði lögregla hald á tæp 30 grömm af amfetamíni og nokkuð af sterum hjá manni um tvítugt.

Á öðrum staðnum var lagt hald á smáræði af kannabisefnum hjá dreng á tvítugsaldri, en drengurinn hafði verið stöðvaður af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í þriðju húsleitinni haldlagði lögreglan níu kannabisplöntur í fjölbýlishúsi á Akureyri, en plönturnar voru orðnar um tveggja mánaða gamlar. Tveir menn á þrítugsaldri voru yfirheyrðir vegna málsins og gengust þeir við plöntunum. Öll málin teljast upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×