Kynferðisbrot á meðferðarheimili: Ekki hægt að reka nema ákært sé 28. mars 2009 14:12 Bragi Guðbrandsson Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að séu starfsmenn meðferðarheimilis ákærðir fyrir kynferðisbrot sé þeim sagt upp störfum varanlega. Sjái ákæruvaldið hinsvegar ekki ástæðu til þess að gefa út ákæru séu menn í erfiðri stöðu og ekki hægt að reka viðkomandi. Rannsókn fer nú fram á meintum kynferðisbrotum starfsmanns meðferðarheimilis á Norðulandi en honum hefur verið sagt upp störfum tímabundið. Sami maður laut rannsókn vegna svipaðra brota fyrir ári síðan. Morgunblaðið segir frá málinu í morgun en maðurinn er á fertugsaldri samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Í samtali við fréttastofu segir Bragi að umræddur starfsmaður hafi verið látin fara tímabundið um leið og fyrra málið kom upp á sínum tíma. „Það eru verklagsreglur hjá okkur að menn eru samstundis látnir víkja á meðan mál sem þessi eru til rannsóknar og það var gert í þessu tilfelli. Hinsvegar var málið látið niður falla af lögreglu og leiddi því ekki til ákæru. Þá eru menn í mjög erfiðri stöðu því það er jú grundvallarreglan í réttarkerfinu að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð," segir Bragi og á þá við fyrra málið sem kom upp fyrir um ári síðan. Í því máli voru tvö börn vitni að umræddum brotum en framburður þeirra stangaðist á auk þess sem maðurinn neitaði allan tímann. Bragi segir að í málum sem þessum sé erfitt að reka menn þar sem það sé ígildi þess að menn séu sakfelldir. Maðurinn fékk því að koma aftur til starfa. Rannsókn á seinna málinu er á frumstigi að sögn Braga en starfsmanninum hefur verið vikið frá tímabundið þar til annað kemur í ljós eins og fyrr segir. Bragi segir að reglan sé einnig sú að ásaki barn starfsmann um slík brot sé alltaf kært til þess að fá fullkomna sakamálarannsókn í gang. Séu menn ákærðir séu þeir hinsvegar reknir varanlega. „Með því telur ríkissaksóknari að meiri líkur en minni séu á því að sakfelling náist fram og það dugar okkur. Við setjum það ekki sem skilyrði að dómur falli en um leið og ákæra er gefin út þá víkjum við starfsmanni frá." Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að séu starfsmenn meðferðarheimilis ákærðir fyrir kynferðisbrot sé þeim sagt upp störfum varanlega. Sjái ákæruvaldið hinsvegar ekki ástæðu til þess að gefa út ákæru séu menn í erfiðri stöðu og ekki hægt að reka viðkomandi. Rannsókn fer nú fram á meintum kynferðisbrotum starfsmanns meðferðarheimilis á Norðulandi en honum hefur verið sagt upp störfum tímabundið. Sami maður laut rannsókn vegna svipaðra brota fyrir ári síðan. Morgunblaðið segir frá málinu í morgun en maðurinn er á fertugsaldri samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Í samtali við fréttastofu segir Bragi að umræddur starfsmaður hafi verið látin fara tímabundið um leið og fyrra málið kom upp á sínum tíma. „Það eru verklagsreglur hjá okkur að menn eru samstundis látnir víkja á meðan mál sem þessi eru til rannsóknar og það var gert í þessu tilfelli. Hinsvegar var málið látið niður falla af lögreglu og leiddi því ekki til ákæru. Þá eru menn í mjög erfiðri stöðu því það er jú grundvallarreglan í réttarkerfinu að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð," segir Bragi og á þá við fyrra málið sem kom upp fyrir um ári síðan. Í því máli voru tvö börn vitni að umræddum brotum en framburður þeirra stangaðist á auk þess sem maðurinn neitaði allan tímann. Bragi segir að í málum sem þessum sé erfitt að reka menn þar sem það sé ígildi þess að menn séu sakfelldir. Maðurinn fékk því að koma aftur til starfa. Rannsókn á seinna málinu er á frumstigi að sögn Braga en starfsmanninum hefur verið vikið frá tímabundið þar til annað kemur í ljós eins og fyrr segir. Bragi segir að reglan sé einnig sú að ásaki barn starfsmann um slík brot sé alltaf kært til þess að fá fullkomna sakamálarannsókn í gang. Séu menn ákærðir séu þeir hinsvegar reknir varanlega. „Með því telur ríkissaksóknari að meiri líkur en minni séu á því að sakfelling náist fram og það dugar okkur. Við setjum það ekki sem skilyrði að dómur falli en um leið og ákæra er gefin út þá víkjum við starfsmanni frá."
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira