Innlent

Opið á helstu skíðasvæðum

Frá Siglufirði
Frá Siglufirði

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 10-16, veðrið er eins og það gerist best logn, heiðskírt og sól, -8c°, færið er líka eins og það gerist best troðinn harðpakkaður nýr snjór.

Opið er í öllum þremur lyftunum á Siglufrði og göngubraut við er við Hól um 3,5 km hringur.

Þá verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá 10:00 til 16:00 í dag. Þar er fallegt veður, heiðskýrt og sól, 1-2 m/s og -14° að sögn starfsfólks.

Skíðasvæðið í Tindastól verður einnig opið til kl 17:00 í dag. -10,2°c frost er á svæðinu og SV 5ms .

„Skíðafærið er mjög gott það hefur verið frost í nótt og því er færið hart og gott nú er um að gera að taka fram skíðin og mæta í Fjallið færið verður vart betra," segir Viggó Jónsson staðarhaldari í Tindastóli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×