Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að slasaðri konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að hópnum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að hópnum.

Um 100 björgunarsveitamenn aðstoða nú tólf manna gönguhóp niður af Skesskuhorni. Beðið var um aðstoð um klukkan tvö í dag þegar kona í hópnum féll og slasaðist. Veður er afleitt á svæðinu, það er hvasst auk þess sem snjóflóðahætta er töluverð.

Ferð björgunarsveitafólksins sóttist hægt enda aðstæður erfiðar. Allar tiltækar leiðir voru notaðar til að komast að fólkinu; snjóbílar, fjórhjól og vélsleðar.

Ekki var hægt að komast síðasta spölinn að hópnum nema gangandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur beðið fyrir neðan fjallið en veður hamlaði för hennar að göngufólkinu.

Fólkið hafði grafið sig í fönn og hafði því eitthvað skjól meðan það beið björguanrsveitarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×