Innlent

Eldur í íbúðarhúsi í Grindavík - kona flutt á sjúkrahús

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Hvassahraun í Grindavík um hálf þrjú leytið í nótt. Talsverður eldur var í húsinu þegar slökkvilið og lögregla mættu á vettvang. Ein kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hún út af sjálfsdáðum. Hún var flutt á sjúkrahús með vott af reykeitrun að sögn lögreglu. Málið er í rannsókn.

Þá var einn ökumaður tekinn á 171 km hraða á Reykjanesbraut í nótt og sviptur ökuréttindum á staðnum. Annar var síðan tekinn á sama vegi í morgunsárið grunaður um ölvun við akstur.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrjú minniháttar líkamsárásarmál komu upp og gistu 5-6 aðilar fangageymslur lögreglunnar sem verðru að teljast lítið miðað við helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×