Innlent

Eitt blað á hvert fermingarbarn

Fermingarbörn Hafnarfjarðar­kirkju tóku þátt í gerð listaverksins.
Fréttablaðið/Valli
Fermingarbörn Hafnarfjarðar­kirkju tóku þátt í gerð listaverksins. Fréttablaðið/Valli
Fermingarbörnin í Hafnarfjarðarkirkju hafa í vetur unnið að glæsilegu mósaíklistaverki með listakonunni Alice Olivia Clarke. Verkið heitir Lífsins tré en Alice hannaði verkið og bjó til stofn trésins og hvert fermingarbarn bjó til eitt laufblað á tréð.

Alice og börnin hafa staðið í ströngu við að klára verkið enda er fyrsta fermingin í kirkjunni á sunnudag.

Líkt og félagar þess í náttúrunni mun tréð vaxa og dafna en fermingarhópar næstu ára munu bæta laufblöðum á það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×