Innlent

Björgunarfólk komið að hinni slösuðu

Um 120 björgunarsveitarmenn hafa í allan dag reynt að komast að slasaðri konu í fjallinu Skessuhorni. Tólf manna gönguhópur var þar á göngu þegar ein úr hópnum slasaða. Björgunarfólkið er nú komið á staðinn og verið er að undirbúa flutning á fólkinu niður fjallið en aðstæður er gríðarlega erfið. Mikil ísing er á svæðinu og snjóflóðahætta.

Bera þarf hina slösuðu á börum í snjóbíl en hinir í hópnum eru orðnir kaldir og þreyttir. Búist er við að það taki nokkurntíma að koma fólkinu niður af fjallinu.






Tengdar fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar kemst ekki að slasaðri konu

Um 100 björgunarsveitamenn aðstoða nú tólf manna gönguhóp niður af Skesskuhorni. Beðið var um aðstoð um klukkan tvö í dag þegar kona í hópnum féll og slasaðist. Veður er afleitt á svæðinu, það er hvasst auk þess sem snjóflóðahætta er töluverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×