Innlent

Bílvelta á Grindavíkurvegi: Fjórir fluttir á sjúkrahús

Frá vettvangi
Frá vettvangi MYND/HILMAR BRAGI
Bílvelta varð á Grindavíkurvegi fyrr í dag. Að sögn lögreglu voru fjórir fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarelga slasaðir þeir eru. Um var að ræða jeppa sem fór útaf veginum og að sögn vegfaranda fór hann nokkuð langt útaf veginum en mikil hálka er á vettvangi. Verið er að rannsaka tildrög slyssins að sögn lögreglu.

Fjórir voru í bílnum og voru þrír þeirra fluttir á sjúkrahús í Reykjanesbæ en einn fór með sjúkrabíl til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×