Innlent

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Jeppi fór útaf Grindavíkurvegi fyrir stundu og valt. Að sögn vegfaranda er mikil hálka á veginum og lá bíllinn talsvert utan við veginn. Lögregla og sjúkrabíll voru komin á staðinn og slökkvilið var einnig á leið á vettvang.

Lögreglan á suðurnesjum sagði engar upplýsingar liggja fyrir um tildrög slyssins enda tiltölulega nýskeð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×