Innlent

Kynferðisbrotamenn eiga ekki að vinna með börnum

Fólk sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum á ekki að vinna með börnum og unglingum, segir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Varsla barnakláms er ein tegund slíks ofbeldis.

Mál menntaskólakennarans sem var dæmdur í gær fyrir vörslu barnakláms vekur hörð viðbrögð hjá Barnaheillum. Maðurinn sinnti áfram kennslu eftir að hafa verið kærður og hvorki nemendur, foreldrar né samkennarar skólans höfðu vitneskju um málið þar til í gær.

„Afstaða okkar hjá Barnaheillum er mjög skýr. Hagsmunir barna er númer eitt og allir aðrir hagsmunir eiga að víkja," segir Petrína Ásgeirsdóttir famkvæmdarstjóri Barnaheilla.

Samkvæmt þrítugustu og fjórðu grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið staðfestur hér á landi, eiga börn rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, svo sem þáttöku í vændi eða klámi.

Petrína segir að það sé ekkert saklaust við það að hafa í sinni vörslu efni þar sem verið er að beita börn ofbeldi því þegar efnið sé skoðað haldi ofbeldið gagnvart börnunum áfram.

Þá bendir hún á að í gagnagrunni Interpol séu milljón klámfengnar myndir af um 20 þúsund börnum. Einungis 800 þeirra barna hafi fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×