Erlent

Handtekin fyrir barnaklám af sjálfri sér

Óli Tynes skrifar
Tölvur geta verið varasamar fyrir börn.
Tölvur geta verið varasamar fyrir börn.

Fjórtán ára gömul bandarísk stúlka verður líklega sett á skrá yfir kynferðisafbrotamenn eftir að hún setti nektarmyndir af sjálfri á MySpace.

Stúlkan setti myndirnar á MySpace vegna þess að hún vildi að kærasti hennar sæi þær. Hún var handtekin fyrir vörslu barnakláms og dreifingu á barnaklámi.

Fyrir það verður hún að líkindum sett á skrá yfir kynferðisafbrotamenn. Það sýnist sitt hverjum um þessa atburðarrás.

Allflestir virðast þeirrar skoðunar að auðvitað eigi foreldrarnir að tala við stúlkuna og benda henni á hættuna sem þessu sé samfara.

Hinsvegar sé óþarfi fyrir yfirvöld að skipta sér frekar af málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×