Innlent

Vilja að neitunarvaldi sé beitt gegn Fogh Rasmussen

Tayip Erdogan
Tayip Erdogan

Forsætisráðherra Tyrklands segir að múslimaríki biðji Tyrki um að beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur verði næsti framkvæmdastjóri NATO.

Tayip Erdogan gat þess ekki hvor Tyrkir yrðu við þessari beiðni. Múslimum er uppsigað við Anders Fogh vegna þess að hann neitaði að hafa afskipti af Múhameðsteikningum Jótlandspóstsins og sagði að dönsk stjórnvöld gætu ekki sagt fjölmiðlum fyrir verkum. Tugir manna fórust í óeirðum sem urðu í múslimaríkjum vegna teikninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×