Fleiri fréttir

Gunnar Svavarsson kosinn formaður sveitastjórnarráðs Samfylkingarinnar

Gunnar Svavarsson var kosinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi sem haldinn var í Smáranum í dag. Dagur B. Eggertsson formaður ráðsins frá 2005 lét um leið af störfum en hann býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins nú um helgina. Gunnar gengdi áður embættinu árin 2003-2005, allt þar til hann tók við formennsku í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Formaður sveitarstjórnarráðsins situr í 7 manna æðstu stjórn Samfylkingarinnar.

Ekki verið að skerða grunnþjónustu

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að alls ekki sé verið að skerða grunnþjónustu með þeim tillögum sem borgaryfirvöld hafa kynnt í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Mistök Samfylkingarinnar voru að fylgja ekki eigin sannfæringu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningarræðu í upphafi landsfundar í dag að flokkurinn hafi gert mistök með því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Hún sagðist hafa líkt og margir aðrir sýnt ákveðið andvaraleysi gagnvart samfélagsþróuninni. En sem aðili að síðustu ríkisstjórn hafi hún staldrað við tvennt öðru fremur.

Foreldrafélag vissi ekki af barnaklámskennara

Foreldráð skólans sem barnaklámskennarinn starfar við vildi ekki tjá sig um veru kennarans í skólanum. Formaður foreldraráðsins sagði þó í samtali við fréttastofu að félagið hefði leitað upplýsinga um málið af hálfu skólans, en félagið hafði ekki vitneskju um málið eða rannsókn þess.

Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum

Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa.

Barnaklámskennari þarf að hætta kennslu

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla þá er ólöglegt að ráða kennara sem hefur brotið hegningarlög sem varða kynferðisbrot. Ekkert segir í lögum varðandi kennara sem brjóta af sér á meðan þeir starfa sem slíkir eins og enskukennarinn sem var dæmdur fyrr í morgun fyrir vörslu barnakláms.

Borgarahreyfingin fordæmir ríkisstjórnina

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing fordæmir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum. „Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör,“ segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni.

Svandís: Hátekjufólk frekar en börn

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk.

Evrópuályktun samþykkt á landsfundi

Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það krafa Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Þetta kemur fram í ályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna.

Smygluðu kókaínvökva frá Hondúras

Tveir menn voru dæmdir í annarsvegar átján mánaða fangelsi og svo tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fljótandi kókaíni til landsins frá Hondúras í Suður-Ameríku. Fíkniefnalögreglan fékk fyrst pata af smyglinu þegar bandaríska fíkniefnalögreglan, DEA, hafði samband við fíkniefnalögregluna hér á landi síðasta haust. Þeim var kunngjört að rommflaska full af kókaínvökva væri á leið til Íslands með póstþjónustunni FedEx.

Átak gegn ölvunarakstri á höfuðborgarsvæðinu

Hafið er sérstakt átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ölvunarakstri í umdæminu en það mun standa yfir í tæpar fjórar vikur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að skipulegu eftirliti verði haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum.

Ragna frestar brottvísun hælisleitenda

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, óskaði í gærkvöld eftir frestun á framkvæmd brottvísunar fimm hælisleitenda sem flytja átti úr landi í morgun til Grikklands.

Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð

Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi.

Ísraelar gerðu árás á Súdan

Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárás á bílalest í Afríkuríkinu Súdan í janúar síðastliðnum til að stöðva vopnaflutninga til Gaza strandarinnar. Bandaríska blaðið New York Times hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að loftárásin hafi verið gerð þegar innrás Ísraela á Gaza ströndina stóð sem hæst í janúar.

Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB

Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson.

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar verður settur síðdegis, þar sem nýr formaður verður kjörinn. Yfirskrift fundarins er: Vinna og velferð og er fundurinn haldinn í Smáranum í Kópavogi. Setningarathöfnin hefst klukkan fjögur og við hana heldur Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir formaður Samfylkingarinnar ræðu, sem reyndar verður kveðjuræða hennar því sem kunnugt er lætur hún bæði af formennsku og þingmennsku.

VG auglýsa eftir meðmælendum á netinu

Vinstri grænir auglýsa eftir meðmælendum með framboðslistum á vefsíðu sinni. Langt sé í land og lítill tími til stefnu. Vinstri græn njóta mikils stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum þessa dagana.

Opnunartímar skemmtistaða um páskana

Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að, eru bannaðar á ákveðnum tíma um bænadaga og páska. Lögreglan hefur gefið út reglur varðandi opnunartíma.

Ellefu listabókstöfum úthlutað

Dómsmálaráðuneytið hefur úthlutað 11 stjórnmálasamtökum listabókstafi fyrir kosningarnar í vor. Þrátt fyrir það er ólíklegt að hægt verði að kjósa á milli 11 framboða í kosningum.

Ljósin slökkt í Reykjanesbæ

Reykjanesbær tekur þátt í alheimsátakinu Vote Earth í samvinnu við vinabæ sinn Orlando á morgun, laugardaginn 28. mars með því að slökkva öll götuljós í bænum í samvinnu við HS orku en um leið eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í kosningunni með því að slökkva ljósin á sama tíma kl. 20:30 í eina klukkustund.

Andstæðar fylkingar kalla tillöguna moðsuðu

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og varaformaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sagði að andstæðar fylkingar innan flokksins kalli niðurstöðu nefndarinnar moðsuðu.

Fimm ára hljóp á bíl

Fimm ára gamall drengur lenti í óvanalegu umferðaróhappi við Skólaveg í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Drengurinn hljóp út á götuna beint á bifreið sem ekið var var eftir Skólaveginum.

Björn sammála Evrópunefndinni

„Ég er almennt þeirra skoðunar að efna beri til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna," sagði Björn Bjarnason í umræðum um skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðsflokksins á landsfundi flokksins í dag.

Sjálfstæðismenn vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.

Lögregluþjónn stal vopnum og fannst myrtur

Lík bandarísks lögreglumanns, sem flúði úr landi eftir að hafa stolið fjölda skotvopna í ríkiseigu, fannst í mexíkósku borginni Juarez í gær. Maðurinn hafði verið skotinn til bana.

Alvarlegt slys á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut skammt sunnan við álverið í Straumsvík laust fyrir klukkan átta í morgun, þegar bíll valt þar út af veginum og hafnaði á hvolfi.

Bretar horfa til himins á morgun

Tunglið tunglið taktu mig, segir í gömlu barnagælunni og þau orð munu heldur betur eiga við í Bretlandi á morgun þegar þúsundum manna gefst kostur á að horfa á þennan fylgifisk okkar jarðarbúa gegnum stjörnusjónauka.

Bretar eiga Evrópumetið í unglingadrykkju

Drykkja breskra unglinga er hvað mest í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem nær til 35 landa í Evrópu. Leiddi könnunin meðal annars í ljós að rúmlega fjórðungur Breta á aldrinum 15 til 16 ára hefði slasast eða orðið fyrir einhvers konar skakkaföllum vegna ölvunar.

Fimm í haldi eftir hópslagsmál á Jótlandi

Fimm manns eru í haldi lögreglunnar í Hjørring á Jótlandi eftir hópslagsmál í gærkvöldi. Þurfti lögregla að beita bæði hundum og varnarúða til að hafa stjórn á mannskapnum en slagsmálin áttu upptök sín á vínveitingahúsi í bænum.

Stóru blöðin þurfa enn að skera niður

Bandarísku stórblöðin Washington Post og New York Times neyðast til að hefja niðurskurðarhnífinn á loft enn á ný en auglýsingatekjur blaðanna hafa enn dregist saman og héldu margir þó að botninum væri náð.

Darling segir bankana verða að vinna traust á ný

Bankarnir verða að leggja mikið á sig til að vinna aftur traust almennings eftir efnahagshrunið. Þetta er meðal þess sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun segja í ræðu sinni þegar hann ávarpar starfsfólk breska fjármálaeftirlitsins í dag.

Obama mikið spurður um kannabisefni

Spurningar um hugsanlega lögleiðingu kannabisefna reyndust vera með því algengasta sem bandarískur almenningur spurði Barack Obama um á heimasíðu sem nefnd er rafrænt ráðhús og fréttastofan greindi frá í gær. Obama bauð fólki að spyrja spurninga á síðunni og hann myndi svo svara þeim algengustu í beinni útsendingu á Netinu.

Hlutur bænda rýr fyrir kosningarnar

Hlutur bænda á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar er heldur rýr, samkvæmt athugun Bændablaðsins, sem setur þó þann fyrirvara að framboðslistar liggja ekki enn fyrir hjá sumum flokkum í nokkurm kjördæmum.

Sinubruni við Korpúlfsstaðaveg

Kveikt var í sinu á nokkrum stöðum við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík rétt fyrir miðnætti og var slökkviliðið kallað á vettvang. Það náði að slökkva eldana áður en þeir náðu útbreiðslu og voru mannvirki ekki í hættu. Brennuvargarnir eru ófundnir.

Á stolnum bíl og undir áhrifum

Lögregla stöðvaði tvo menn á bíl á Skúlagötu á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn reyndist stolinn, ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og ýmislegt góss var í bílnum, sem mennirnir eiga eftir að gera grein fyrir við yfirheyrslur í dag. Grunur leikur á að það sé þýfi, hvort heldur úr einhverju innbroti næturinnar, eða úr fyrri innbrotum.

Fjöldi innbrota á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi innbrota var framinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt og er þjófanna leitað. Verðmætum var stolið úr bíl við Sundlaugaveg, brotist var inn í dekkjaverkstæði við Reykjavíkurveg, í íbúðarhús við Holtsgötu, samkomusal við Smiðjuveg, Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og inn í íbúðarhús við Viðarás.

Samfylkingin stærst samkvæmt nýrri könnun

Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Vinstri grænir hafa náð öðru sætinu af Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt nýjustu könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.

Vinningstillaga Landsbankans loksins til sýnis

Vinningstillaga úr alþjóðlegri samkeppni í fyrrasumar um hönnun á nýjum höfuðstöðvum Landsbanka Íslands verður sýnd á Háskólatorgi í dag. Að því er segir í tilkynningu sigraði tillaga frá BIG frá Danmörku ásamt

Hitað upp fyrir varaformannsslaginn

Þeir Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson berjast um sæti varaformanns Samfylkingarinnar á landfundi flokksins sem fer fram um helgina. Ljóst er að baráttan verður hörð og má segja að tvær skoðanir á hlutverki varaformanns takist þar á.

Sjá næstu 50 fréttir