Innlent

Davíð Oddsson ávarpar landsfund

Davíð Oddsson á landsfundi í gær. Hann mun ávarpa samkomuna í dag.
Davíð Oddsson á landsfundi í gær. Hann mun ávarpa samkomuna í dag.

Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mun ávarpa landsfund Sjálfstæðismanna klukkan 16:00 í dag. Ekki er vitað hvað Davíð ætlar að segja en mikil eftirvænting er í landsfundargestum vegna ræðu Davíðs.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun halda ræðu klukkan 14:00 en hún býður sig fram til varaformanns í flokknum. Síðan er búist við því að þeir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson muni ávarpa fundinn klukkan 15:00 en þeir bjóða sig fram til formanns.

Davíð mun svo ávarpa samkomuna klukkan 16:00 eins og fyrr segir.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×