Innlent

Hálka víða um land

Mynd úr safni. Tengist ekki fréttinni beint.
Mynd úr safni. Tengist ekki fréttinni beint.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að víða um land sé hálka. Þar segir frá hálkublettum á Reykjanesi og Kjalarnesi auk þess sem hálka og snjóþekja sé víða á Suðurlandi.

Hálka eru bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja er í kring um Vík.

Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum og er verið að hreinsa vegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er óveður á Súgandarfjarðarvegi. Þæfingur á kafla frá Brjánslæk og yfir Klettsháls, einnig er þæfingsfærð á Kleifarheiði og er verið að moka þessar leiðir, en annars staðar er hálka eða snjóþekja. Í Ísafjarðardjúpi er snjóþekja og snjókoma og vesnandi veður.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á öllum leiðum. Éljagangur er í kringum Mývatn og þæfingsfærð á Mývatnsöræfum.Ófært er á Hálsum.

Á Austurlandi er þæfingsfærði á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði. Á öðrum leiðum er snjóþekja eða hálka. Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði. Ófært er á Breiðdalsheiði og Vatnsskarði eystra.

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á öllum leiðum.

Þungatakmarkanir Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir um suðaustanvert landið, frá Vík og austur undir Reyðarfjörð.

Nánir upplýsingar eru veittar í síma 1777








Fleiri fréttir

Sjá meira


×