Innlent

Flutt með þyrlu til Reykjavíkur

Kona sem slasaðist í Skessuhorni í gær var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík um 22:00 í gærkvöldi. Hún var borin niður fjallið og komið í snjóbíl sem flutti hana þangað sem þyrlan gat sótt hana.

Um 120 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðum sem hófust klukkan 14:00 í gær við afar erfiðar aðstæður.Reiknað var með að síðustu björgunarsveitamenn skiluðu sér til byggða um miðnætti í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×