Innlent

Föst í skíðalyftunni í Hliðarfjalli í tvo tíma

Nokkur fjöldi fólks hefur setið fastur í skíðalyftunni í Hlíðarfjalli í nærri tvo klukkutíma. Einhverjir björgunarsveitarmenn úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, voru á svæðinu og hafa hafið aðgerðir til aðstoðar fólkinu og fleiri eru á leiðinni með búnað sem til þarf til að ná fólkinu úr lyftunni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna slasaðs manns í Skessuhorni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig í viðbragðsstöðu og er búist við að hún fari í loftið innan skamms.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×