Innlent

Íslands bíður björt framtíð handan við hornið

Bjarni Benediktsson á landsfundi.
Bjarni Benediktsson á landsfundi.

Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins sem í kjölfarið var lögð fyrir landsfund flokksins til umfjöllunar. Meðal þess sem kom fram í máli Bjarna var að flokkurinn telur að Ísland eigi að standa utan við Evrópusambandið en flokkurinn telur að ísland eigi að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu.

Hann sagði einnig að yrði það niðurstaða nýrrar ríkisstjórnar að sækja um aðild ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli skilgreindra markmiða. Þá ákvörðun ætti ávalt að bera undir þjóðina.

Hann sagði að Íslands biði nýtt upphaf handan við hornið og björt framtíð. Það þurfi að tryggja heimilunum í landinu fjármálalegt öryggi. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið við stjórnvölin í mörg ár en flokkurinn hiki ekki við að endurnýja sig og ganga hreint til verks.

Eins og fyrr segir mun stjórnmálályktun flokksins nú vera send til umræðu í stjórnmálanefnd og síðan til samþykktar fundarins.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll og stendur yfir í dag og á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×