Líkti starfslokum sínum við krossfestingu Krists 28. mars 2009 17:05 Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. „Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis." „Sú lágkúrulega aðgerð sem var gerð til þess að hið pólitíska endaræði yrði ekki eins áberandi er til vitnis um hversu lýðræðisþroski þessa fólks er lítill. Það notaði upplausn til þess að þverbrjóta allar reglur jafnt skráðar sem óskráðar og bitu svo höfuðið af sinni skömm og réðu norskan lausamann úr verkamannaflokknum í starfið," sagði Davíð og bætti við. „Sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga." Davíð sagði að í kjölfarið hefði mikið leikrit verið sett á svið og gjörningur sem fjölmiðlar gleyptu eins og kornabörn við pela. „Ekki bara Baugsliðið, heldur allur söfnuðurinn." Davíð sagði að í óðagotinu hefði offorsaliðið brotið stjórnarskránna og einn af stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar sem Háskóli Íslands skaffar fréttamönnum á færibandi hafi sagt að það væri til lítils að hengja sig í formsatriði eins og stjórnarskránna til þess að gera lítið úr þessari snilld. „Útrúasarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu." „Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi." Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Davíð Oddsson hélt ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu sem endaði með dúndrandi lófataki viðstaddri. Davíð fór um víðan völl og talaði meðal annars um aðgerðarleysi minnihlutastjórnarinnar auk þess sem hann sagði Björgvin G. Sigurðsson eiga drengjamet í að leka upplýsingum í fjölmiðla. Hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur líta dálítið út eins og álfur út úr hól og ræddi einnig um starfslok sín í Seðlabankanum, sem hann líkti við krossfestingu Krists. „Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis." „Sú lágkúrulega aðgerð sem var gerð til þess að hið pólitíska endaræði yrði ekki eins áberandi er til vitnis um hversu lýðræðisþroski þessa fólks er lítill. Það notaði upplausn til þess að þverbrjóta allar reglur jafnt skráðar sem óskráðar og bitu svo höfuðið af sinni skömm og réðu norskan lausamann úr verkamannaflokknum í starfið," sagði Davíð og bætti við. „Sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga." Davíð sagði að í kjölfarið hefði mikið leikrit verið sett á svið og gjörningur sem fjölmiðlar gleyptu eins og kornabörn við pela. „Ekki bara Baugsliðið, heldur allur söfnuðurinn." Davíð sagði að í óðagotinu hefði offorsaliðið brotið stjórnarskránna og einn af stjórnmálafræðingum Samfylkingarinnar sem Háskóli Íslands skaffar fréttamönnum á færibandi hafi sagt að það væri til lítils að hengja sig í formsatriði eins og stjórnarskránna til þess að gera lítið úr þessari snilld. „Útrúasarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu." „Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi."
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira