Erlent

Skotið að mótmælendum í Madagaskar

Frá mótmælunum
Frá mótmælunum MYND/AFP
Þrjátíu hið minnsta eru taldir hafa slasast, sumir af skotsárum, í mótmælum gegn stjórnvöldum í Madagaskar í dag. Fimmtán þúsund stuðningsmenn Marc Ravalomanana lenti saman við lögreglu í höfuðborg landsins. Þeir heimta endurkomu leiðtoga síns sem var bolað frá völdum í síðustu viku.

Táragasi var sleppt meðal mótmælenda sem settu met í fjölda fólks en mótmælin hafa staðið yfir gegn nýjum leiðtoga landsins Andry Rajoelina í sex daga.

Mótmælendur reyna að færa sig nær höfuðstöðvum yfirvalda. Jonny Hogg frá BBC segir ekki liggja fyrir hvort óeirðarlögregla hafi skotið viðvörunarskotum út í loft eða að mótmælendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×