Fleiri fréttir Óvenju mikil frjósemi á Vestfjörðum í ár Fæðingum á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði hefur fjölgað mjög í ár. Fréttavefurinn Bæjarins besta segir 72 börn hafa komið í heiminn það sem af er ári, en þau voru 47 í fyrra. 30.12.2008 13:58 Safna klinki í styrktarsjóð Rauði krossinn og Iceland Express hafa stofnað sameiginlegan styrktarsjóð fyrir fólk með geðraskanir. Fyrsti hópurinn fer á fótboltaleik í Bretlandi í janúar. 30.12.2008 13:44 Ekki búið að ákveða hvort staða bankastjóra verði auglýst Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort bankastjórastaða Nýja Glitnis verði auglýst. Birna Einarsdóttir var skipuð bankastjóri skömmu eftir yfirtöku ríkisins á bankanum en þá var staðan ekki auglýst. Ekki náðist í stjórnarformenn hinna bankanna. 30.12.2008 13:44 Lán til Orkuveitunnar frosin Evrópskir bankar neita að afgreiða lán til Orkuveitu Reykjavíkur fyrr en ástandið lagast á Íslandi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að besti möguleikinn í spilunum til að höggva á hnútinn sé að koma álversframvæmdum í gang í Helguvík. 30.12.2008 12:15 Geir útilokar ekki að falla frá málssókn á hendur Bretum Forsætisráðherra útilokar ekki að íslensk stjórnvöld falli frá málsókn á hendur Bretum til að tryggja betri lánskjör vegna Icesave málsins. Hann segist þó ekki vilja blanda þessum málum saman. 30.12.2008 12:12 Ísraelar búa sig undir umfangsmikinn stríðsrekstur Ísraelar hafa undirbúið umfangsmikið stríð gegn Hamas-samtökunum á Gaza og loftárásir síðustu daga aðeins fyrsta skrefið. Ísraelskir miðlar hafa þetta eftir forsætisráðherra Ísraels og segja hann gera ráð fyrir hernaði næstu vikurnar. 30.12.2008 12:00 Galopin kröfuganga á gamlársdag Enn bætist í mótmælaflóruna. Galopna kröfugangan verður farin á gamlársdag, í þetta sinn undir nafninu Ógöngur 2008. 30.12.2008 11:55 Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd strax Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd svo fljótt sem því verður við komið vegna ástandsins á Gasa og til að fara yfir stöðu mála í deilunni vegna Icesave-reikninganna og hvar málarekstur gegn Bretum er á vegi staddur. 30.12.2008 11:33 Tveimur í viðbót sagt upp hjá Kaupþingi Líkt og fram kom í fréttum í gærkvöldi sagði Kaupþing upp þremur yfirmönnum bankans í gær. Tveir í viðbót hafa nú bæst í þann hóp en það eru Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi og Jónas Sigurgeirsson forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Jónas segist skilja sáttur við bankann eftir níu ára starf. 30.12.2008 11:28 UVG vilja alþjóðlegt viðskiptabann á Ísrael „Ung vinstri græn fordæma grimmdarverk Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni og taka undir kröfu félagsins Íslands-Palestínu um að öllum stjórnmálasamskiptum Íslands við Ísraelsríkis verði hætt þar til það lætur af grimmdarverkum sínum,“ segir í ályktun Ungra vinstri grænna þar sem framferði Ísraelsmanna á Gaza er fordæmt. 30.12.2008 10:32 Búist við fjölmennasta sjósundi frá upphafi á nýársdag Á nýársdag verður opið á Ylströndinni milli kl. 11 - 13 og er nokkuð stór hópur sem stefnir að því að synda sjósund um kl. 11:20. 30.12.2008 10:30 Slysabætur og sjúkradagpeningar hækka Bætur slysatrygginga almannatrygginga og sjúkradagpeningar hækka um áramótin samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, gaf reglugerðina út í dag og hækka fjárhæðir slysatryggingabóta almannatrygginga um 9,6% frá 1. janúar 2009. 30.12.2008 09:48 Bílbelti gætu fækkað banaslysum um 20% Talið er að fækka mætti banaslysum í umferðinni um 20% og alvarlegum umferðarslysum verulega ef allir notuðu bílbelti. 30.12.2008 09:39 Framferði Ísraelsmanna mótmælt á Lækjartorgi Boðað hefur verið til útifundar til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi í dag, þriðjudaginn 30. desember klukkan fjögur. Fundurinn krefst þess að fjöldamorð Ísraelshers á Gaza verði stöðvuð og að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. 30.12.2008 09:36 Svefnleysi getur leitt til vænisýki Svefnleysi getur leitt til vænisýki og almenns óyndis segja breskir vísindamenn eftir ítarlega rannsóknarvinnu. 30.12.2008 08:10 Efni sem líkist kalki fannst á Mars - tákn um líf? Bandaríska geimferðastofnunin NASA stendur nú á því eins og hundur á roði að steinefni sem líkist mjög hinu jarðneska kalki og leysist upp á örskotsstundu í sýrubaði finnist á rauða risanum Mars og sé hvorki meira né minna en órækt sönnunargagn um að á Mars hafi líf þrifist í fyrndinni - og er þá átt við fyrir milljörðum ára. 30.12.2008 07:57 Minnst sjö látnir eftir snjóflóð í Kanada Að minnsta kosti sjö manns eru látnir eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði í Klettafjöllunum í Kanada í gærkvöldi. Sjömenningarnir voru í hópi að minnsta kosti átta manns sem voru á snjósleðaferðalagi í þeim hluta fjallgarðsins sem liggur um Bresku-Kólumbíu. 30.12.2008 07:42 Kólerufaraldurinn í Simbabve hvergi í rénun Kólerufaraldurinn í Simbabve hefur nú lagt tæplega 1.600 manns að velli auk þess sem 30.000 sýkingartilfelli hafa verið tilkynnt, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 30.12.2008 07:39 Bretar stórherða reglur um ökuleyfi Breskir ökumenn munu í framtíðinni þurfa að gangast undir stífa læknisrannsókn á tíu ára fresti til að halda ökuskírteininu nái ný reglugerð bresku umferðarstofunnar fram að ganga. 30.12.2008 07:36 Árásum á Gaza mótmælt víða Árásir Ísraelshers á Hamas-liða á Gaza-svæðinu hafa leitt til mótmæla um allan heim. Eftir að fregnist bárust af því í gær að árásirnar hefðu orðið meira en 300 manns að bana safnaðist fólk saman í London, Berlín, París, Kaupmannahöfn og meira að segja í Caracas, höfuðborg Venesúela, til að mótmæla stríði Ísraels- og Palestínumanna. 30.12.2008 07:32 Pakistanar bera klæði á vopnin Pakistanski hershöfðinginn Asfaq Parvez Kayani stígur nú fram og ávarpar indversk stjórnvöld með beiðni um að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli ríkjanna í kjölfar árása pakistanskra hryðjuverkasamtaka á indversku borgina Mumbai í lok nóvember. 30.12.2008 07:29 Þýsk stjórnvöld skera upp herör gegn nýnasistum Þýsk stjórnvöld hyggjast grípa til aðgerða gegn nýnasistum og yfirgangi þeirra gagnvart minnihlutahópum en slíkum uppákomum hefur fjölgað um 30 prósent á árinu sem er að líða. 30.12.2008 07:26 Innbrot og brunar á höfuðborgarsvæðinu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um þrjú innbrot. Brotist var inn í Golfskálann í Garðabæ og í tvær flugeldasölur, aðra á Suðurlandsbraut og hina í Skeifunni. 30.12.2008 07:23 Vestmannaeyjahöfn full af síld Mjög mikið af síld er nú inni á höfninni í Vestmannaeyjum. Menn á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa verið á staðnum og tekið sýni úr síldinni til að kanna meðal annars hvort hún er sýkt eða ekki. 30.12.2008 07:22 Leiguverð stærri íbúða lækkaði á árinu Samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna hefur húsaleiga á stærri íbúðum lækkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu í ár eða um rúmlega 18%. 30.12.2008 07:16 Ráðherra gefur út reglugerðir um hækkun styrkja og bóta Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerðir um hækkun bóta, styrkja og frítekjumarka fyrir næsta ár. 30.12.2008 07:13 Nauðgaði fósturdótturinni tvisvar til þrisvar í viku í þrjú ár Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi var karlmaður um fertugt dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að misnota fósturdóttur sína. Í dómnum kemur m.a fram að maðurinn hafði samræði við stúlkuna tvisvar til þrisvar sinnum í viku frá því hún var ellefu ára þar til hún var fjórtán ára gömul. Maðurinn neitaði sök allan tímann. Lögmaður mannsins býst fastlega við að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 30.12.2008 03:00 Búist við nýrri ríkisstjórn í Belgíu á morgun Búist er við því að að stjórnmálaflokkar í Belgíu nái að mynda nýja ríkisstjórn í landinu á morgun. Það er Herman Van Rompuy sem fenginn var til þess að koma saman nýrri stjórn sem heldur þessu fram. 29.12.2008 22:20 Ísraelsk kona lést í eldflaugaárás palestínumanna Ísraelsk kona lét lífið í suðurhluta borgarinna Ashdod nú í kvöld eftir að Palestínskir hermenn skutu eldflaug á borgina. Þetta er annað dauðsfallið með þessum hætti á innan við klukkutíma samkvæmt ísraelskum miðlum. 29.12.2008 21:18 Átta ára fangelsi fyrir að misnota fósturdóttur sína Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota fósturdóttur sína á þriggja ára tímabili. Manninum var einnig gert að greiða stúlkunni 3 milljónir í skaðabætur. 29.12.2008 18:16 Elsti maður Bandaríkjanna lést í dag Elsti maður Bandaríkjanna er látinn. Hinn 112 ára gamli George Rene Francis lést í Kaliforníu í dag samkvæmt Sacramento Bee dagblaðinu. George sem var elsti maður landsins lést úr hjartaáfalli á sjúkrahúsi. 29.12.2008 23:30 Grunur um að fjórtán ára stúlku hafi verið nauðgað Grunur leikur á að fjórtán ára stúlkubarni hafi verið nauðgað í húsi í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kærði móðir stúlkunnar málið um miðjan desember. 29.12.2008 21:26 Silja og Ragnar Ingi íþróttamenn Hafnarfjarðar Mikið fjölmenni var á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona úr FH og Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingamaður úr FH voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar. Þetta er í fyrsta skiptið sem "Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar" eru valinn, en síðustu tuttugu og fimm árinn hefur verið valinn "Íþróttamaður Hafnarfjarða". 29.12.2008 20:52 Sprengja sex til sjö hundruð tonn af flugeldum Bardagatertur, skotkökur og risatertur hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal almennings og því er líklegt að víða standi tómir tertukassar á nýársdagsmorgni. Mælst er til þess að kaupendur flugelda fari sjálfir með umbúðir og aðrar skotleifar í endurvinnslustöðvar Sorpu. 29.12.2008 20:31 Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd Félagið Ísland Palestína hefur boðað til útifundar vegna fjöldamorðanna á Gazaströnd á Lækjartorgi klukkan 16:00. Ögmundur Jónasson alþingismaður mun meðal annars halda ræðu á fundinum. 29.12.2008 20:26 Rolf Johansen reisir átöppunarverksmiðju á Hornafirði Í dag undirrituðu þeir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar og Atli Kristjánsson, fh. Rolf Johansen Co ehf., samning um að byggja upp starfsemi á átöppun á vatni frá Hornafirði. 29.12.2008 20:00 Þrír framkvæmdarstjórar hjá Kaupþingi láta af störfum Þrír framkvæmdastjórar Kaupþings létu af störfum í dag. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir. 29.12.2008 19:09 Skattalækkun fyrir meirihluta launþega Mikil hækkun persónuafsláttar, upp í rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði, þýðir skattalækkun fyrir meginþorra launþega nú um áramótin, og það umtalsverða fyrir þá tekjulægstu. 29.12.2008 19:02 Helguvík skrefi nær Álver í Helguvík er að komast á beinu brautina á ný með endurnýjuðum samningum Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja í dag og fjárfestingarsamningi við stjórnvöld. 29.12.2008 18:53 Íslenskir iðnaðarmenn á unglingataxta í Danmörku Íslenskum iðnaðarmönnum býðst nú að starfa erlendis á kjörum sem teljast undirboð og eru sambærileg þeim sem pólskum og portúgölskum starfsmönnum bauðst hérlendis. Formaður Samiðnar hvetur engan til að freista gæfunnar utan landsteinanna án þess að vera með tryggt atvinnutilboð í vasanum. 29.12.2008 18:26 Nýi Glitnir lánar húsnæði til Nýsköpunar Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýi Glitnir undirrituðu í dag samning um rekstur nýs viðskiptaseturs í húsnæði Nýja Glitnis í Lækjargötu. Nýi Glitnir leggur til tvær hæðir í húsnæði bankans í Lækjargötu 12 en rekstur setursins verður í höndum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 29.12.2008 17:23 Leiguverð fer lækkandi Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað frá því í apríl ef marka má nýja könnun sem Neytendasamtökin hafa birt á heimasíðu sinni. Í fyrsta tölublaði ársins 2008 frá því í apríl var leigumarkaðurinn kannaður og þótti mönnum þar á bæ tilvalið að endurtaka leikinn í árslok. Þar kom í ljós að allar tegundir íbúða hafa lækkað, fimm herbergja sýnu mest, eða um 18,5 prósent ef miðað er við meðalverð. 29.12.2008 16:41 Stólpagrín gert að Íslendingum Stólpagrín er gert að Íslendingum á vef norska blaðsins Aftenbladet í dag. Þar er saga þjóðarinnar rakin allt frá dögum Leifs heppna fram til dagsins í dag. Farið er háðuglega um íslenska útrásarvíkinga og efnahagshrunið hér á landi. 29.12.2008 16:24 Facebook bannar myndir af brjóstagjöf Þúsundir kvenna hafa mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar tengslasíðunnar Facebook undanfarna daga, eftir að myndir af mæðrum að gefa börnum sínum brjóst voru fjarlægðar af vefnum. 29.12.2008 15:39 Tvær flugeldasýningar í kvöld Höfuðborgarbúum er boðið upp á tvær stórar flugeldasýningar í kvöld. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með sýningu við Perluna klukkan 19:00 og Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður við Hafnarfjarðarhöfn með sýningu í tilefni af 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar á árinu. 29.12.2008 15:39 Sjá næstu 50 fréttir
Óvenju mikil frjósemi á Vestfjörðum í ár Fæðingum á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði hefur fjölgað mjög í ár. Fréttavefurinn Bæjarins besta segir 72 börn hafa komið í heiminn það sem af er ári, en þau voru 47 í fyrra. 30.12.2008 13:58
Safna klinki í styrktarsjóð Rauði krossinn og Iceland Express hafa stofnað sameiginlegan styrktarsjóð fyrir fólk með geðraskanir. Fyrsti hópurinn fer á fótboltaleik í Bretlandi í janúar. 30.12.2008 13:44
Ekki búið að ákveða hvort staða bankastjóra verði auglýst Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort bankastjórastaða Nýja Glitnis verði auglýst. Birna Einarsdóttir var skipuð bankastjóri skömmu eftir yfirtöku ríkisins á bankanum en þá var staðan ekki auglýst. Ekki náðist í stjórnarformenn hinna bankanna. 30.12.2008 13:44
Lán til Orkuveitunnar frosin Evrópskir bankar neita að afgreiða lán til Orkuveitu Reykjavíkur fyrr en ástandið lagast á Íslandi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að besti möguleikinn í spilunum til að höggva á hnútinn sé að koma álversframvæmdum í gang í Helguvík. 30.12.2008 12:15
Geir útilokar ekki að falla frá málssókn á hendur Bretum Forsætisráðherra útilokar ekki að íslensk stjórnvöld falli frá málsókn á hendur Bretum til að tryggja betri lánskjör vegna Icesave málsins. Hann segist þó ekki vilja blanda þessum málum saman. 30.12.2008 12:12
Ísraelar búa sig undir umfangsmikinn stríðsrekstur Ísraelar hafa undirbúið umfangsmikið stríð gegn Hamas-samtökunum á Gaza og loftárásir síðustu daga aðeins fyrsta skrefið. Ísraelskir miðlar hafa þetta eftir forsætisráðherra Ísraels og segja hann gera ráð fyrir hernaði næstu vikurnar. 30.12.2008 12:00
Galopin kröfuganga á gamlársdag Enn bætist í mótmælaflóruna. Galopna kröfugangan verður farin á gamlársdag, í þetta sinn undir nafninu Ógöngur 2008. 30.12.2008 11:55
Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd strax Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd svo fljótt sem því verður við komið vegna ástandsins á Gasa og til að fara yfir stöðu mála í deilunni vegna Icesave-reikninganna og hvar málarekstur gegn Bretum er á vegi staddur. 30.12.2008 11:33
Tveimur í viðbót sagt upp hjá Kaupþingi Líkt og fram kom í fréttum í gærkvöldi sagði Kaupþing upp þremur yfirmönnum bankans í gær. Tveir í viðbót hafa nú bæst í þann hóp en það eru Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi og Jónas Sigurgeirsson forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Jónas segist skilja sáttur við bankann eftir níu ára starf. 30.12.2008 11:28
UVG vilja alþjóðlegt viðskiptabann á Ísrael „Ung vinstri græn fordæma grimmdarverk Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni og taka undir kröfu félagsins Íslands-Palestínu um að öllum stjórnmálasamskiptum Íslands við Ísraelsríkis verði hætt þar til það lætur af grimmdarverkum sínum,“ segir í ályktun Ungra vinstri grænna þar sem framferði Ísraelsmanna á Gaza er fordæmt. 30.12.2008 10:32
Búist við fjölmennasta sjósundi frá upphafi á nýársdag Á nýársdag verður opið á Ylströndinni milli kl. 11 - 13 og er nokkuð stór hópur sem stefnir að því að synda sjósund um kl. 11:20. 30.12.2008 10:30
Slysabætur og sjúkradagpeningar hækka Bætur slysatrygginga almannatrygginga og sjúkradagpeningar hækka um áramótin samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, gaf reglugerðina út í dag og hækka fjárhæðir slysatryggingabóta almannatrygginga um 9,6% frá 1. janúar 2009. 30.12.2008 09:48
Bílbelti gætu fækkað banaslysum um 20% Talið er að fækka mætti banaslysum í umferðinni um 20% og alvarlegum umferðarslysum verulega ef allir notuðu bílbelti. 30.12.2008 09:39
Framferði Ísraelsmanna mótmælt á Lækjartorgi Boðað hefur verið til útifundar til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi í dag, þriðjudaginn 30. desember klukkan fjögur. Fundurinn krefst þess að fjöldamorð Ísraelshers á Gaza verði stöðvuð og að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. 30.12.2008 09:36
Svefnleysi getur leitt til vænisýki Svefnleysi getur leitt til vænisýki og almenns óyndis segja breskir vísindamenn eftir ítarlega rannsóknarvinnu. 30.12.2008 08:10
Efni sem líkist kalki fannst á Mars - tákn um líf? Bandaríska geimferðastofnunin NASA stendur nú á því eins og hundur á roði að steinefni sem líkist mjög hinu jarðneska kalki og leysist upp á örskotsstundu í sýrubaði finnist á rauða risanum Mars og sé hvorki meira né minna en órækt sönnunargagn um að á Mars hafi líf þrifist í fyrndinni - og er þá átt við fyrir milljörðum ára. 30.12.2008 07:57
Minnst sjö látnir eftir snjóflóð í Kanada Að minnsta kosti sjö manns eru látnir eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði í Klettafjöllunum í Kanada í gærkvöldi. Sjömenningarnir voru í hópi að minnsta kosti átta manns sem voru á snjósleðaferðalagi í þeim hluta fjallgarðsins sem liggur um Bresku-Kólumbíu. 30.12.2008 07:42
Kólerufaraldurinn í Simbabve hvergi í rénun Kólerufaraldurinn í Simbabve hefur nú lagt tæplega 1.600 manns að velli auk þess sem 30.000 sýkingartilfelli hafa verið tilkynnt, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 30.12.2008 07:39
Bretar stórherða reglur um ökuleyfi Breskir ökumenn munu í framtíðinni þurfa að gangast undir stífa læknisrannsókn á tíu ára fresti til að halda ökuskírteininu nái ný reglugerð bresku umferðarstofunnar fram að ganga. 30.12.2008 07:36
Árásum á Gaza mótmælt víða Árásir Ísraelshers á Hamas-liða á Gaza-svæðinu hafa leitt til mótmæla um allan heim. Eftir að fregnist bárust af því í gær að árásirnar hefðu orðið meira en 300 manns að bana safnaðist fólk saman í London, Berlín, París, Kaupmannahöfn og meira að segja í Caracas, höfuðborg Venesúela, til að mótmæla stríði Ísraels- og Palestínumanna. 30.12.2008 07:32
Pakistanar bera klæði á vopnin Pakistanski hershöfðinginn Asfaq Parvez Kayani stígur nú fram og ávarpar indversk stjórnvöld með beiðni um að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli ríkjanna í kjölfar árása pakistanskra hryðjuverkasamtaka á indversku borgina Mumbai í lok nóvember. 30.12.2008 07:29
Þýsk stjórnvöld skera upp herör gegn nýnasistum Þýsk stjórnvöld hyggjast grípa til aðgerða gegn nýnasistum og yfirgangi þeirra gagnvart minnihlutahópum en slíkum uppákomum hefur fjölgað um 30 prósent á árinu sem er að líða. 30.12.2008 07:26
Innbrot og brunar á höfuðborgarsvæðinu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um þrjú innbrot. Brotist var inn í Golfskálann í Garðabæ og í tvær flugeldasölur, aðra á Suðurlandsbraut og hina í Skeifunni. 30.12.2008 07:23
Vestmannaeyjahöfn full af síld Mjög mikið af síld er nú inni á höfninni í Vestmannaeyjum. Menn á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa verið á staðnum og tekið sýni úr síldinni til að kanna meðal annars hvort hún er sýkt eða ekki. 30.12.2008 07:22
Leiguverð stærri íbúða lækkaði á árinu Samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna hefur húsaleiga á stærri íbúðum lækkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu í ár eða um rúmlega 18%. 30.12.2008 07:16
Ráðherra gefur út reglugerðir um hækkun styrkja og bóta Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerðir um hækkun bóta, styrkja og frítekjumarka fyrir næsta ár. 30.12.2008 07:13
Nauðgaði fósturdótturinni tvisvar til þrisvar í viku í þrjú ár Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi var karlmaður um fertugt dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að misnota fósturdóttur sína. Í dómnum kemur m.a fram að maðurinn hafði samræði við stúlkuna tvisvar til þrisvar sinnum í viku frá því hún var ellefu ára þar til hún var fjórtán ára gömul. Maðurinn neitaði sök allan tímann. Lögmaður mannsins býst fastlega við að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 30.12.2008 03:00
Búist við nýrri ríkisstjórn í Belgíu á morgun Búist er við því að að stjórnmálaflokkar í Belgíu nái að mynda nýja ríkisstjórn í landinu á morgun. Það er Herman Van Rompuy sem fenginn var til þess að koma saman nýrri stjórn sem heldur þessu fram. 29.12.2008 22:20
Ísraelsk kona lést í eldflaugaárás palestínumanna Ísraelsk kona lét lífið í suðurhluta borgarinna Ashdod nú í kvöld eftir að Palestínskir hermenn skutu eldflaug á borgina. Þetta er annað dauðsfallið með þessum hætti á innan við klukkutíma samkvæmt ísraelskum miðlum. 29.12.2008 21:18
Átta ára fangelsi fyrir að misnota fósturdóttur sína Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota fósturdóttur sína á þriggja ára tímabili. Manninum var einnig gert að greiða stúlkunni 3 milljónir í skaðabætur. 29.12.2008 18:16
Elsti maður Bandaríkjanna lést í dag Elsti maður Bandaríkjanna er látinn. Hinn 112 ára gamli George Rene Francis lést í Kaliforníu í dag samkvæmt Sacramento Bee dagblaðinu. George sem var elsti maður landsins lést úr hjartaáfalli á sjúkrahúsi. 29.12.2008 23:30
Grunur um að fjórtán ára stúlku hafi verið nauðgað Grunur leikur á að fjórtán ára stúlkubarni hafi verið nauðgað í húsi í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kærði móðir stúlkunnar málið um miðjan desember. 29.12.2008 21:26
Silja og Ragnar Ingi íþróttamenn Hafnarfjarðar Mikið fjölmenni var á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem Silja Úlfarsdóttir frjálsíþróttakona úr FH og Ragnar Ingi Sigurðsson skylmingamaður úr FH voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar. Þetta er í fyrsta skiptið sem "Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar" eru valinn, en síðustu tuttugu og fimm árinn hefur verið valinn "Íþróttamaður Hafnarfjarða". 29.12.2008 20:52
Sprengja sex til sjö hundruð tonn af flugeldum Bardagatertur, skotkökur og risatertur hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal almennings og því er líklegt að víða standi tómir tertukassar á nýársdagsmorgni. Mælst er til þess að kaupendur flugelda fari sjálfir með umbúðir og aðrar skotleifar í endurvinnslustöðvar Sorpu. 29.12.2008 20:31
Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd Félagið Ísland Palestína hefur boðað til útifundar vegna fjöldamorðanna á Gazaströnd á Lækjartorgi klukkan 16:00. Ögmundur Jónasson alþingismaður mun meðal annars halda ræðu á fundinum. 29.12.2008 20:26
Rolf Johansen reisir átöppunarverksmiðju á Hornafirði Í dag undirrituðu þeir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar og Atli Kristjánsson, fh. Rolf Johansen Co ehf., samning um að byggja upp starfsemi á átöppun á vatni frá Hornafirði. 29.12.2008 20:00
Þrír framkvæmdarstjórar hjá Kaupþingi láta af störfum Þrír framkvæmdastjórar Kaupþings létu af störfum í dag. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir. 29.12.2008 19:09
Skattalækkun fyrir meirihluta launþega Mikil hækkun persónuafsláttar, upp í rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði, þýðir skattalækkun fyrir meginþorra launþega nú um áramótin, og það umtalsverða fyrir þá tekjulægstu. 29.12.2008 19:02
Helguvík skrefi nær Álver í Helguvík er að komast á beinu brautina á ný með endurnýjuðum samningum Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja í dag og fjárfestingarsamningi við stjórnvöld. 29.12.2008 18:53
Íslenskir iðnaðarmenn á unglingataxta í Danmörku Íslenskum iðnaðarmönnum býðst nú að starfa erlendis á kjörum sem teljast undirboð og eru sambærileg þeim sem pólskum og portúgölskum starfsmönnum bauðst hérlendis. Formaður Samiðnar hvetur engan til að freista gæfunnar utan landsteinanna án þess að vera með tryggt atvinnutilboð í vasanum. 29.12.2008 18:26
Nýi Glitnir lánar húsnæði til Nýsköpunar Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýi Glitnir undirrituðu í dag samning um rekstur nýs viðskiptaseturs í húsnæði Nýja Glitnis í Lækjargötu. Nýi Glitnir leggur til tvær hæðir í húsnæði bankans í Lækjargötu 12 en rekstur setursins verður í höndum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 29.12.2008 17:23
Leiguverð fer lækkandi Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað frá því í apríl ef marka má nýja könnun sem Neytendasamtökin hafa birt á heimasíðu sinni. Í fyrsta tölublaði ársins 2008 frá því í apríl var leigumarkaðurinn kannaður og þótti mönnum þar á bæ tilvalið að endurtaka leikinn í árslok. Þar kom í ljós að allar tegundir íbúða hafa lækkað, fimm herbergja sýnu mest, eða um 18,5 prósent ef miðað er við meðalverð. 29.12.2008 16:41
Stólpagrín gert að Íslendingum Stólpagrín er gert að Íslendingum á vef norska blaðsins Aftenbladet í dag. Þar er saga þjóðarinnar rakin allt frá dögum Leifs heppna fram til dagsins í dag. Farið er háðuglega um íslenska útrásarvíkinga og efnahagshrunið hér á landi. 29.12.2008 16:24
Facebook bannar myndir af brjóstagjöf Þúsundir kvenna hafa mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar tengslasíðunnar Facebook undanfarna daga, eftir að myndir af mæðrum að gefa börnum sínum brjóst voru fjarlægðar af vefnum. 29.12.2008 15:39
Tvær flugeldasýningar í kvöld Höfuðborgarbúum er boðið upp á tvær stórar flugeldasýningar í kvöld. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með sýningu við Perluna klukkan 19:00 og Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður við Hafnarfjarðarhöfn með sýningu í tilefni af 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar á árinu. 29.12.2008 15:39