Innlent

Búist við fjölmennasta sjósundi frá upphafi á nýársdag

Frá sjósundi í Nauthólsvík.
Frá sjósundi í Nauthólsvík.

Á nýársdag verður opið á Ylströndinni milli kl. 11 - 13 og er nokkuð stór hópur sem stefnir að því að synda sjósund um kl. 11:20.

Sá hópur sem hefur verið að stunda sjósund að staðaldri hefur stækkað mikið á undanförnum mánuðum og er líklegt að sjósundið á nýársdag sem hefur áralanga hefð að baki sér verði það fjölmennasta frá upphafi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×