Erlent

Árásum á Gaza mótmælt víða

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sprengja hæfir íslamska háskólann á Gaza í gær.
Sprengja hæfir íslamska háskólann á Gaza í gær. MYND/AP

Árásir Ísraelshers á Hamas-liða á Gaza-svæðinu hafa leitt til mótmæla um allan heim. Eftir að fregnist bárust af því í gær að árásirnar hefðu orðið meira en 300 manns að bana safnaðist fólk saman í London, Berlín, París, Kaupmannahöfn og meira að segja í Caracas, höfuðborg Venesúela, til að mótmæla stríði Ísraels- og Palestínumanna.

Í grísku höfuðborginni Aþenu kom til harðra átaka við ísraelska sendiráðið í gærkvöldi og rigndi grjóti yfir lögreglu sem svaraði með táragasi. Þá var einnig mótmælt í Írak og Líbanon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×