Erlent

Þýsk stjórnvöld skera upp herör gegn nýnasistum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nýnasistar.
Nýnasistar. MYND/MSNBC

Þýsk stjórnvöld hyggjast grípa til aðgerða gegn nýnasistum og yfirgangi þeirra gagnvart minnihlutahópum en slíkum uppákomum hefur fjölgað um 30 prósent á árinu sem er að líða.

Þessi tölfræði var gefin upp í kjölfar árásar á lögreglustjóra í bænum Passau í Bæheimi í Þýskalandi en hann var stunginn fyrir framan heimili sitt af meintum nýnasista.

Hægriöfgamenn eru taldir standa að baki 12.000 uppákomum fyrstu 10 mánuði ársins og er þar í mörgum tilfellum um að ræða ofbeldisverk. Stjórnvöld í Þýskalandi telja þessa háttsemi ólíðandi með öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×