Erlent

Elsti maður Bandaríkjanna lést í dag

George Rene Francis
George Rene Francis

Elsti maður Bandaríkjanna er látinn. Hinn 112 ára gamli George Rene Francis lést í Kaliforníu í dag samkvæmt Sacramento Bee dagblaðinu. George sem var elsti maður landsins lést úr hjartaáfalli á sjúkrahúsi.

Francis sem var svartur fæddist í New Orleans þann 6.júní árið 1896 og ólst upp í suðurríkjunum. Nýlega sagði hann í viðtali við blaðið að hann hefði stoltur kosið Barack Obama í kosningunum.

„Ég held hann sé frábær því hann er svartur," sagði Francis við dagblaðið.

Francis vann fyrir sér sem hnefaleikamaður, bílstjóri, bifvélavirki og rakari svo eitthvað sé nefnt. Josephine kona hans lést eftir 46 ára hjónaband árið 1963.

Þar með er Walter Breuning orðinn elsti maður Bandaríkjanna en hann er 112 ára og 98 daga gamall. Elsta konan er 114 ára gömul.

Elsta núlifandi manneskjan er hinsvegar Maria de Jesus frá Portúgal sem er 115 ára gömul, fædd þann 10.september árið 1893.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×