Innlent

Óvenju mikil frjósemi á Vestfjörðum í ár

Fæðingum á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði hefur fjölgað mjög í ár. Fréttavefurinn Bæjarins besta segir 72 börn hafa komið í heiminn það sem af er ári, en þau voru 47 í fyrra.

Ekki hafa fleiri börn fæðst á Ísafirði síðan árið 1998. 52 börn fæddust á Ísafirði árið 2006 og 53 árið 2005 sem er heldur færra en árið þar á undan þegar 61 barn fæddist. Árið 2003 voru aðeins 49 fæðingar á Ísafirði en 62 börn fæddust árið 2002.

Víðfræg ástarvika hefur verið haldin á Bolungarvík undanfarin ár, og virðist sú hafa skilað góðum árangri. Árið þar var óvenju frjósamt, en þar fæddust fimmtán börn á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×