Erlent

Pakistanar bera klæði á vopnin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Asfaq Parvez Kayani, hægra megin á myndinni.
Asfaq Parvez Kayani, hægra megin á myndinni. MYND/NY Times

Pakistanski hershöfðinginn Asfaq Parvez Kayani stígur nú fram og ávarpar indversk stjórnvöld með beiðni um að draga úr þeirri spennu sem myndast hefur milli ríkjanna í kjölfar árása pakistanskra hryðjuverkasamtaka á indversku borgina Mumbai í lok nóvember.

Kayani segist leggja ofurkapp á að forðast átök en vinna þess í stað að auknum friði og öryggi milli nágrannaríkjanna en spennan milli þeirra hefur stigmagnast mánuðum saman og voru árásirnar í nóvember kornið sem fyllti mælinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×