Erlent

Svefnleysi getur leitt til vænisýki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Macbeth og draugur Banquos fyrir aftan hann. Macbeth hætti að geta sofið eftir að hann myrti Duncan Skotlandskonung.
Macbeth og draugur Banquos fyrir aftan hann. Macbeth hætti að geta sofið eftir að hann myrti Duncan Skotlandskonung. MYND/Malabar.net

„Ertu þá ei annað en knífur hugans, helber sjónhverfing, sem slæðist fram úr hitaþrungnum heila?" spurði Macbeth hershöfðingi eftir að hafa myrt Duncan Skotlandskonung í svefni.

Samkvæmt dr. Daniel Freeman og samstarfsfólki hans við Sálfræðistofnun King´s College í London getur svefn einmitt leikið stórt hlutverk í geðslagi fólks, einkum svefnleysi en það er einmitt kvilli sem Macbeth þjáðist af samkvæmt leikriti Shakespeares.

Rannsókn Freemans og félaga leiddi í ljós að 70 prósent fólks í hópi sem tekinn var til rannsóknar þjáðist af svefnleysi og sýndi um leið sterk einkenni vænisýki sem margir þekkja betur sem paranoju. Freeman bendir á að fátt komi í staðinn fyrir góðan nætursvefn og svefninn hafi betri áhrif á andlega heilsu fólks en margan gruni.

Ekki er nóg með þetta heldur er góður svefn einnig forvörn gegn hjartasjúkdómum og skapar hreinlega bara betri almenna líðan, segir Freeman. Með von um góðan svefn á árinu 2009






Fleiri fréttir

Sjá meira


×