Innlent

Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd

Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Ögmundur Jónasson alþingismaður.

Félagið Ísland Palestína hefur boðað til útifundar vegna fjöldamorðanna á Gazaströnd á Lækjartorgi klukkan 16:00. Ögmundur Jónasson alþingismaður mun meðal annars halda ræðu á fundinum.

Í aulgýsingu frá samökunum eru íslendingar hvattir til þess að slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael en mikil átök hafa verið á Gazasvæðinu undanfarið.

Ræðumenn verða María S. Gunnarsdóttir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ögmundur Jónasson alþingismaður og Sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur.

Fundarstjóri er Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×