Erlent

Kólerufaraldurinn í Simbabve hvergi í rénun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá hjálparstarfi í Simbabve.
Frá hjálparstarfi í Simbabve. MYND/Doctorswithoutborders.org

Kólerufaraldurinn í Simbabve hefur nú lagt tæplega 1.600 manns að velli auk þess sem 30.000 sýkingartilfelli hafa verið tilkynnt, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Þessar tölur tákna að faraldurinn hefur breiðst út með miklum hraða og nær nú til allra tíu héraða landsins auk þess að vera kominn yfir til nágrannaríkisins Suður-Afríku. Stofnunin segir útbreiðsluna fyrst og fremst vera til komna vegna mengunar drykkjarvatns og ónýts heilbrigðiskerfis í Simbabve.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×