Innlent

Framferði Ísraelsmanna mótmælt á Lækjartorgi

Sveinn Rúnar Hauksson er formaður félagsins Ísland - Palestína.
Sveinn Rúnar Hauksson er formaður félagsins Ísland - Palestína.

Boðað hefur verið til útifundar til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi í dag, þriðjudaginn 30. desember klukkan fjögur. Fundurinn krefst þess að fjöldamorð Ísraelshers á Gaza verði stöðvuð og að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.

Ræðumenn verða Ögmundur Jónasson formaður BSRB, María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur. Fundarstjóri er Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka, eins og segir í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×