Innlent

Átta ára fangelsi fyrir að misnota fósturdóttur sína

Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota fósturdóttur sína á þriggja ára tímabili. Manninum var einnig gert að greiða stúlkunni 3 milljónir í skaðabætur.

Lögreglu barst ábending fyrir um ári síðan og í kjölfarið hófst rannsókn á málinu. Maðurinn braut ítrekað gegn stúlkunni á þriggja ára tímabili, þegar hún var 11-14 ára.

Eins og fyrr segir var manninum gert að greiða þrjár milljónir í skaðabætur en auk þess þarf hann að greiða málskostnað upp á rúmar 1500 þúsund krónur.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir brot gegn stúlkunni þegar hún var 4-6 ára gömul en hann var sýknaður af þeim brotum. Í dag er stúlkan 15-16 ára gömul en brotin þóttu alvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×