Erlent

Bretar stórherða reglur um ökuleyfi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Shakin Stevens og fleiri góðir menn gætu þurft að hafa meira fyrir því að halda í skírteinið í framtíðinni.
Shakin Stevens og fleiri góðir menn gætu þurft að hafa meira fyrir því að halda í skírteinið í framtíðinni. MYND/Dukeofprunes.co.uk

Breskir ökumenn munu í framtíðinni þurfa að gangast undir stífa læknisrannsókn á tíu ára fresti til að halda ökuskírteininu nái ný reglugerð bresku umferðarstofunnar fram að ganga.

Stofan sér nú fram á að frá og með árinu 2021 verði þrjár milljónir ökumanna, sem eru 70 ára eða eldri, undir stýri á breskum vegum. Þetta þýðir að mati umferðarstofunnar að verulega þurfi að herða eftirlitið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×