Erlent

Ísraelsk kona lést í eldflaugaárás palestínumanna

Frá Palestínu.
Frá Palestínu.

Ísraelsk kona lét lífið í suðurhluta borgarinna Ashdod nú í kvöld eftir að Palestínskir hermenn skutu eldflaug á borgina. Þetta er annað dauðsfallið með þessum hætti á innan við klukkutíma samkvæmt ísraelskum miðlum.

Árásin er sú fjórða frá því á laugardag þegar Ísraelskar hersveitir hófu miklar loftárásir sem þegar hafa drepið 327 palestínumenn.

Ísraelar segja allsherjarstríð hafið gegn Hamas á Gaza. Þar verði barist til síðasta blóðdropa. Helstu samtök Palestínumanna stilla nú saman strengi sína og telja margir að loftárásirnar á Gaza verði til að sameina sundraða Palestínumenn í baráttu gegn Ísraelum.

Hálfs árs vopnahlé milli Ísraela og Hamas rann út fyrir rúmri viku. Því er spáð að stutt sé í innrás á Gaza.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×