Innlent

Þrír framkvæmdarstjórar hjá Kaupþingi láta af störfum

Þrír framkvæmdastjórar Kaupþings létu af störfum í dag. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir.

Ástæðuna segir hann vera þá að skilja þurfi betur á milli starfsemi gamla Kaupþings banka og nýja. Framkvæmdastjórar Kaupþings eru níu.

Þetta eru þau Bjarki H. Diego sem var yfirmaður fyrirtækjasviðs, Þórarinn Sveinsson yfirmaður eignastýringar og Guðný Arna Sveinsdóttir sem var yfir fjármála- og rekstrarsviði.

Bjarki og Guðný Arna voru einnig bæði í skilanefnd Kaupþings.

 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×