Innlent

Ekki búið að ákveða hvort staða bankastjóra verði auglýst

Birna Einarsdóttir
Birna Einarsdóttir

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort bankastjórastaða Nýja Glitnis verði auglýst. Birna Einarsdóttir var skipuð bankastjóri skömmu eftir yfirtöku ríkisins á bankanum en þá var staðan ekki auglýst. Ekki náðist í stjórnarformenn hinna bankanna.

„Það hefur engin slík ákvörðun verið tekin," sagði Valur Valsson stjórnarformaður Nýja Glitnis í samtali við Vísi aðspurður hvenær staða bankastjóra yrði auglýst.

Hann sagði einnig að stjórn bankans hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvort staðan yrði auglýst yfir höfuð.

Ekki hefur náðst í Ásmund Stefánsson formann stjórnar Nýja Landsbankans né Magnús Gunnarsson stjórnarfomann Nýja Kaupþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×