Innlent

Vestmannaeyjahöfn full af síld

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Export-forum.com

Mjög mikið af síld er nú inni á höfninni í Vestmannaeyjum. Menn á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa verið á staðnum og tekið sýni úr síldinni til að kanna meðal annars hvort hún er sýkt eða ekki.

Eyjamenn hafa hins vegar notað tækifærið til að ná sér í síld í soðið. Munu einhverir þeirra hafa reynt fyrir sér með stöng á hafnarbakkanum í gærkvöldi en aflabrögðin liggja ekki fyrir. Það hefur komið fyrir áður að síld hefur gengið inn í höfnina í Eyjum en það mun samt afar sjaldgæft. Einnig hafa borist fregnir af mikilli síld í höfninni í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×