Innlent

Leiguverð stærri íbúða lækkaði á árinu

Samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna hefur húsaleiga á stærri íbúðum lækkað töluvert á höfuðborgarsvæðinu í ár eða um rúmlega 18%. Á vefsíðu samtakanna segir að gera megi ráð fyrir að raunveruleg lækkun sé umtalsvert meiri, enda gera flestir leigusamningar ráð fyrir því að leiguverð breytist með tilliti til neysluvísitölu, en hún hefur hækkað um 18% á árinu 2008.

Framboð á íbúðum til leigu hefur stóraukist á undanförnum vikum enda mikið til af óseldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×