Innlent

Innbrot og brunar á höfuðborgarsvæðinu

Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um þrjú innbrot. Brotist var inn í Golfskálann í Garðabæ og í tvær flugeldasölur, aðra á Suðurlandsbraut og hina í Skeifunni.

Lögreglan náði innbrotsþjófinum í Skeifunni skammt frá vettvangi þar sem hann var að bisast um með fangið fullt af flugeldum. Þá var tilkynnt um þrjá minni háttar bruna í nótt en kveikt hafði verið í tveimur ruslagámum og einu fiskkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×