Innlent

Ráðherra gefur út reglugerðir um hækkun styrkja og bóta

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerðir um hækkun bóta, styrkja og frítekjumarka fyrir næsta ár. Frá 1. janúar hækka lífeyrisgreiðslur elli- og örorkulífeyrisþega, heimilisuppbót, barnalífeyrir og vasapeningar sjúkratryggðra um 9,6 prósent. Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og fjárhæð ættleiðingarstyrkja hækka einnig um 9,6 prósent.

Þá hækka frítekjumörk lífeyrisþega og vistmanna á dvalarheimilum einnig. Auk þessa hækka mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, dánarbætur og fleira á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×