Innlent

UVG vilja alþjóðlegt viðskiptabann á Ísrael

Steinunn Rögnvaldsdóttir, formaður UVG.
Steinunn Rögnvaldsdóttir, formaður UVG.

„Ung vinstri græn fordæma grimmdarverk Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni og taka undir kröfu félagsins Íslands-Palestínu um að öllum stjórnmálasamskiptum Íslands við Ísraelsríkis verði hætt þar til það lætur af grimmdarverkum sínum," segir í ályktun Ungra vinstri grænna þar sem framferði Ísraelsmanna á Gaza er fordæmt.

„Ung vinstri græn telja að aðgerðir Ísraelsstjórnar kalli á alþjóðlegt viðskiptabann líkt og komið var á gagnvart Suður-Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við líði. Stefna Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er enda ekkert annað en aðskilnaðarstefna, og raunar mun harkalegri og ofbeldisfyllri en sú sem rekin var í Suður-Afríku," segir einnig.

„Með alþjóðlegu viðskiptabanni yrði með friðsamlegum hætti settur þrýstingur á Ísraelsríki um að virða mannréttindi palestínsku þjóðarinnar," segir ennfremur auk þess sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að beita sér fyrir slíku viðskiptabanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×