Erlent

Stólpagrín gert að Íslendingum

Geir Haarde er kviknakinn í augum danska teiknaranns Kåre Eikeland. Mynd/ Aftenbladet.
Geir Haarde er kviknakinn í augum danska teiknaranns Kåre Eikeland. Mynd/ Aftenbladet.

Stólpagrín er gert að Íslendingum á vef norska blaðsins Aftenbladet í dag. Þar er saga þjóðarinnar rakin allt frá dögum Leifs heppna fram til dagsins í dag. Farið er háðuglega um íslenska útrásarvíkinga og efnahagshrunið hér á landi. En það sem vekur mesta athygli er sennilega ekki texti greinarinnar heldur háðugleg myndin þar sem forsætisráðherrann, Geir Haarde, birtist kviknakinn ásamt þjóð sinni. Það er teiknarinn Kåre Eikeland sem á veg og vanda að myndinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×