Erlent

Obama heldur áfram að velja innanbúðarfólk

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama tilvonandi Bandaríkjaforseti heldur áfram að velja fólk í lykilstöður. Hvort heldur í ríkisstjórn sína eða sem nánustu samstarfsmenn í Hvíta húsinu.

Í gær bárust þær fréttir að Obama hefði valið Timothy Geithner, bankastjóra seðlabanka New York ríkis, sem fjármálaráðherra.



Robert Gibbs sem er náin samstarfsmaður Obama verður talsmaður Hvíta hússins eftir að Obama tekur við sem forseti í janúar. Samskiptastjóri verður Ellen Moran og Dan Pfeiffer aðstoðarsamskiptastjóri. Áður hefur verið greint frá því að Rahm Emanuel, fulltrúadeildarþingmaður og fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons, verður starfsmannastjóri Obama. Staða starfsmannastjóra í Hvíta húsinu er talin ein valdamesta staða í bandarískum stjórnmálum.

Áður hefur komið fram að Eric Holder verður líklega dómsmálaráðherra. Hillary Clinton er orðuð við embætti utanríkisráðherra og hún sögð ætla að þiggja stöðuna. Þá er gert ráð fyrir því að Robert Gates, núverandi varnarmálaráðherra, sitji áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×