Innlent

Mikill meirihluti telur að álver hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið

Álverið á Reyðarfirði.
Álverið á Reyðarfirði.

Rúmlega 78 prósent landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög neikvæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði nýlega fyrir Alcoa Fjarðaál.

Landsmenn eru jákvæðari gagnvart byggingu álvera en þeir voru fyrir tveimur árum. Tæp 49 prósent landsmanna eru nú frekar eða mjög jákvæð gagnvart byggingu álvera og hefur þeim fjölgað um 8 prósentustig á tveimur árum. Rúmlega 32 prósent landsmanna eru hins vegar frekar eða mjög neikvæð gagnvart byggingu álvera og hefur þeim fækkað um 6 prósentustig frá 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×