Innlent

Stjórnvöld njóta aðstoðar erlendra aðila

Ásmundur Stefánsson
Ásmundur Stefánsson MYND/GVA

,,Það koma margir að þessari vinnu," segir Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda, aðspurður um aðkomu erlendra fyrirtækja að björgunaraðgerðum stjórnvalda í framhaldi á falli bankanna.

Ásmundur nefnir sem dæmi bresku lögfræðistofunna Lowell, bandaríska fjárfestingarbankanna JP Morgan og ráðgjafafyrirtækið McKinze en öll hafa þau veitt stjórnvöldum ráðgjöf. Þessir aðilar hafi unnið sértæk verkefni fyrir sig, forsætisráðuneytið, Seðlabankann og fleiri aðila.

Ásmundur segir að McKinze hafi átt mikinn þátt í því að skipuleggja þá verklagsferla sem unnið var með í framhaldinu. ,,Þeirra sérfræðingar voru hafðir með í ráðum þegar verið var að taka ákvarðanir um það í hvaða áttir átti að fara með vinnuna gagnvart skilanefndnunum og nýju bönkunum."

Auk þess hafi ráðgjafar fyrirtæksins sett fram hugmyndir hvernig hægt sé að vinna úr eignum bankanna og auðvelda aðkomu erlendra kröfuhafa og banka.

Ásmundur tekur þó skýrt fram að fyrirtækin hafi ekki komið að ákvarðanatöku. Það sé stjórnvalda að vega og meta ráðgjöf þeirra. ,,Þeir hafa fyrst og fremst verið í ráðgjafahlutverki."

Ásmundur kveðst sáttur með vinnu erlendu fyrirtækjanna og segir samstarfið hafa gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×