Heiðurinn að veði - Viðtal við Guðjón Friðriksson 23. nóvember 2008 14:09 Guðjón Friðriksson Guðjón Friðriksson er þrautreyndur ævisagnaritari, hefur ritað ævisögur manna á borð við Jónas frá Hriflu, Einar Benediktsson, Hannes Hafstein og Jón Sigurðsson, en sú bók hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka á sínum tíma. Nýjasta bók hans er frábrugðin fyrri bókum hans því hér er ekki um ævisögu að ræða, heldur frásögn af afmörkuðu tímabili í ævi fyrirferðarmikils samtímamanns, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hvernig atvikaðist það að þú tókst að þér að skrifa þessa bók og hver er tilgangurinn með henni? „Ég fór á fyrirlestur hjá Ólafi Ragnari í janúar 2006 hjá Sagnfræðingafélagi Íslands sem fjallaði um útrásina. Við tókum tal saman eftir fyrirlesturinn og hann stakk því að mér að ég ætti að skrifa samtímasögu til tilbreytingar. Þetta væru sögulegir tímar sem við værum á. Ég var þá í millibilsástandi með verkefni og tók hann bara á orðinu. Svo þróaðist þetta og ég vildi taka hann sjálfan fyrir sem meginþema bókarinnar og segja söguna út frá honum. Ég lít á bókina sem samtímasögu en sambærilegar bækur koma út í miklum mæli í nágrannalöndunum og víðar. Ef maður fer í bókabúð í Bandaríkjunum eru fleiri hillumetrar lagðir undir bækur um samtímamenn og samtímaviðburði. Ég lít á verk mitt sem sagnfræði um atburði síðustu ára og einnig innlegg í umræðu dagsins, ekki síst í umræðu um forsetaembættið sjálft og forsetatíð Ólafs Ragnars, sem hefur verið talsvert umdeild." Hvernig var samstarfi ykkar Ólafs Ragnars háttað? Lagði hann línuna um efnistökin eða hafðirðu frjálsar hendur? "Nei, hann lagði enga línu um efnistök. En ég átti mörg viðtöl við hann, tók upp gríðarlega mikið efni á band, en að öðru leyti lagði ég þetta upp sjálfur. Hann þurfti ekki að leggja blessun sína yfir neitt, alls ekki. Ég spurði og hann svaraði jafnan greiðlega, en það eru auðvitað takmörk fyrir því hverju hann getur sagt frá, sumt er að sjálfsögðu trúnaðarmál."Viðbúið að yrðu árekstrar Hvernig forseti er Ólafur Ragnar Grímsson, til dæmis samanborið við fyrri forseta? „Þeir eru nú allir hver öðrum ólíkir, þeir forsetar sem hafa verið. Þeir hafa allir með einhverjum hætti sett sitt mark á embættið. Þetta er auðvitað ungt embætti, ekki nema 60 ára gamalt eða svo. Ólafur Ragnar hefur verið miklu sjálfstæðari og haft meira frumkvæði í ýmsum málum en fyrri forsetar, að Sveini Björnssyni frátöldum, sem tók mjög mikinn þátt í þjóðmálum. Þetta hefur óhjákvæmilega valdið ákveðnum núningi við ríkisstjórnina, sérstaklega ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Það skýrist meða annars af því að í þeirri ríkisstjórn sátu helstu andstæðingar Ólafs Ragnars frá fyrri tíð. Það var viðbúið þegar hann fór að láta að sér kveða með býsna sjálfstæðum hætti að það yrðu árekstrar. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli og ég reyni að lýsa því í bókinni." Ólafur Ragnar er mjög umdeildur maður og á sér marga óvildarmenn. Rakstu þig á það á einhvern hátt? „Nei, ekki með beinum hætti en maður þarf ekki annað en að fylgjast með umræðum í fjölmiðlum og á netinu til að sjá það. Hann er einn af þeim mönnum sem er mjög umdeildur og á sér mikla og hatramma andstæðinga. Það kom vel fram árið 2004 þegar miklarar öldur og úfar risu. Ólafur Ragnar er bara þeirrar gerðar að hann vekur upp miklar tilfinningar."Ímynd Ólafs ekki tilgangurinn Bókin kemur út í upphafi fjórða kjörtímabils Ólafs Ragnars og getur því trauðla talist uppgjörsbók. Margir munu mögulega túlka hana sem lið í því að styrkja tiltekna ímynd af Ólafi Ragnari í sessi. Finnst þér þú hafa lagt þinn fræðilega heiður að veði með ritun þessarar bókar? „Maður leggur sinn fræðilega heiður undir í hvert sinn sem maður skrifar bók. En það var ekki tilgangurinn að skapa einhverja ímynd. Ég býst við að þetta verði síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars og hann þarf ekkert á því að halda í sjálfu sér að búa til einhverja nýja ímynd af sér eða endurbæta hana. Bókin á fyrst og fremst að lýsa liðinni sögu, eins og hver önnur sagnfræði." Bókin átti upphaflega að koma út í fyrra. Þeirri kenningu hefur verið hent á lofti að bókin hafi verið hugsuð sem viðbrögð við hugsanlegu mótframboði í ár. Er eitthvað til í því? „Nei, það er algjörlega úr lausu lofti gripið. Það voru ýmis vandkvæði sem komu í veg fyrir að bókin kom út í fyrra. Textinn var tilbúinn síðsumars 2007 en það átti eftir að útvega myndir. Næstu vikurnar á eftir var Ólafur mjög lítið á landinu og það einfaldlega vannst ekki nægur tími til að ganga frá bókinni í tæka tíð." Þú minnist á það í inngangi að bókin er að stærstum hluta skrifuð árið 2006 og 2007 þegar mikil bjartsýni ríkir. Lesendur þurfi að hafa það í huga. Þarf þessi bók ekki að koma út í uppfærðri útgáfu innan fárra ára í ljósi þess sem hefur gerst? „Þessir atburðir sem gerst hafa undanfarnar vikur kalla bara á nýtt verk í sjálfu sér. Það er annað tímabil. Þessi saga er að mestu leyti skrifuð 2006 og 2007, hápunktur tímabils sem segja má að nú sé liðið og bókin lýsir því. Svo verða önnur verk að segja söguna áfram. Mér finnst ágætt að þessi bók komi út núna. Hún er þá vitnisburður um þessa tíma og þátt Ólafs Ragnars í þeim." Þú nefnir það í eftirmála bókarinnar að þú hafir miklar mætur á Ólafi Ragnari. Heldurðu að þú hafi verið nægjanlega gagnrýninn? „Það verða lesendur að meta. Ég læt ýmsar gagnrýnisraddir á Ólaf hljóma í bókinni, bæði raddir úr fjölmiðlum auk þess sem ég tók viðtal við marga. Ég hefði gjarnan viljað að rödd Davíðs Oddssonar hljómaði í bókinni en hann gaf ekki kost á því."Átökin við Davíð Davíð Oddsson leikur stórt aukahlutverk í bókinni. Það hefur verið fullyrt að bókin sé beinlínis stríðsyfirlýsing á hendur honum. Ólafur Ragnar og Davíð hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Þú rekur mörg dæmi um hvernig Davíð reynir að klekkja á forsetanum. En tók Ólafur Ragnar ekki þátt í þeim leik sjálfur? Má ekki líta á ýmsar embættisfærslur forsetans, til dæmis þegar hann hélt utan á heimastjórnarafmælinu og þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög, fyrst og fremst sem lið í persónulegum átökun milli þessara manna frekar en málefnaágreining? „Varðandi heimastjórnarafmælið kemur fram í máli Ólafs Ragnars í bókinni að hann fór gagngert utan vegna þess að honum líkaði ekki hvernig heimastjórnarhátíðin þróaðist. Honum fannnst óþolandi að forseti Íslands ætti ekki að hafa hlutverk í henni, eins og í fyrri þjóðhátíðum, og þess vegna fór hann utan þegar afmælið var. Það má segja að hafi verið mótleikur í þessu stríði, svokallaða. Meðan Ólafur var í útlöndum var haldinn þessi frægi ríkisráðsfundur án þess að forsetinn, oddviti ríkisráðs, væri látinn vita. Deilurnar um það voru málefnalegar. Að mínu viti á að láta forsetann vita af ríkisráðsfundi og kynna sér hvort hann getur komið. Það er ekki snúnara að fljúga frá útlöndum en frá Akureyri. Mér fannst málefnaleg rök á bakvið það. Annað mál, fjölmiðlamálið var gífurlega umdeilt í öllu samfélaginu, og einnig af málefnalegum ástæðum. Lögfræðingar tóku virkan þátt í þeirri umræðu og margir bentu á að lögin gætu brotið í bága við stjórnarskrána að fleiru en einu leyti. Þar að auki virtist mikill meirihluti þjóðarinnar vera gjörsamlega andsnúinn lögunum. Það mál snerist því ekki um stríð milli Ólafs Ragnars og Davíðs, þótt það kristallaðist í átökum milli þeirra." Þú lýsir átökum milli Ólafs og Davíðs sem virðast hafa orðið af lítilfjörlegum tilefnum. Í ljósi alls þess sem á hefur gengið, hefur það verið happadrjúgt fyrir forsetaembættið og Ísland að Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson gegndu embætti forseta og forsætisráðherra? Ber bókin þess ekki um margt vitni að það sé ekki heppilegt að fyrrverandi stjórnmálamenn setjist í forsetastól? „Það verða menn að meta. Forsetinn er kosinn pólitískri kosningu, þjóðin öll ákveður hver verður forseti hverju sinni. Stundum er þjóðin á þeirri skoðun að það eigi ekki að vera stjórnmálamenn, til dæmis við kjör Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur, en árið 1996 var greinilega kominn vilji til þess hjá þjóðinni að það kæmi aftur stjórnmálamaður í þetta embætti, eins og hafði verið í fyrstu tveimur tilvikunum - Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson. Yfirleitt koma forsetar víðs vegar um heiminn úr hópi stjórnmálamanna. En þetta fer auðvitað eftir persónunum hverju sinni." Hvaða varanleg áhrif telurðu að Ólafur Ragnar hafi haft á forsetaembættið? „Hann hefur beitt málskotsréttinum og þannig gert það ákvæði í stjórnarskránni virkt. Forsetaembættið verður aldrei samt eftir það. Það var viðurkennt í reynd að forsetinn hefði rétt til að skjóta lögum til þjóðarinnar. Önnur meginbreyting er sú að hann hefur tekið mikið frumkvæði í sambandi við viðskipti Íslendinga erlendis. Hann hefur haft frumkvæði í þessari útrás til útlanda. Ég held að þjóðhöfðingjar annarra landa hafi verið mjög mikið í því að liðsinna kaupsýslumönnum landa sinna á erlendri grundu. Þetta eru stærstu tvær breytingarnar, hann hefur verið miklu virkari útávið en fyrri forsetar og með öðrum hætti. Vigdís var auðvitað mjög virk, en á annan hátt."Fer sér stundum og geyst Tekurðu undir þær raddir sem segja að það sé liðin tíð að forsetaembættið sé sameiningartákn þjóðinnar? „Ég skýri það út í bókinni að það sé í raun ómögulegt að vera sameiningatákn í þeim skilningi að allir séu sáttir við forsetann, því þá má hann ekki hafa skoðanir á neinu og það þarf ekki nema einn mann til að andæfa einhverju sem forsetinn gerir til að stinga upp í hann. En í febrúar á þessu ári var gerð skoðanakönnun um stuðning við Ólaf og það kom í ljós að um 85 til 87 prósent þjóðarinnar voru ánægð með störf hans en tíu prósent vildu annan forseta. Hugsanlega hefur þetta breyst eftir bankahrunið. Ólafur Ragnar tengist útrásinni og það gæti skemmt fyrir honum." Í bókinni kemur einmitt fram að Ólafur Ragnar gegndi mikilvægu hlutverki í útrásinni, í raun verið í forsvari fyrir hana. Fyrirlesturinn, sem þú minntist, sem Ólafur hélt um útrásina hjá Sagnfræðingafræðingafélaginu var til dæmis gagnrýndur af sagnfræðingum. Enn fremur, árið 2006, þegar íslensk fjármálafyrirtæki áttu í vök að verjast erlendis, gerðist hann nánast kynningarfulltrúi þeirra. Nú er komið á daginn að margt af þeirri gagnrýni sem kom á íslensk fyrirtæki á þeim tíma var á rökum reist. Sýnir það ekki að forsetinn hafi farið sér of geyst þegar hann talaði máli útrásarinnar? „Það má alveg spyrja þeirrar spurningar. Ólafi hættir til að fara framúr sjálfum sér í ræðum, það kemur fram í bókinni. Hann er ákafur maður og gengur mjög langt í að mæra Ísland og Íslendinga á erlendri grund og notar þá sterk orð. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og ég get tekið undir það að sumu leyti."Næstu ár erfið fyrir Ólaf Er þá nema að undra að margir séu forsetanum reiðir og finnist hann hafa tekið málstað þeirra sem nú hafa hneppt þjóðina í skuldaklafa fram yfir almenning? „Það verður nú að athuga að það var meira eða minna öll íslenska þjóðin í þessum sporum, ekki bara hann. Vorið 2006 að kom fram hörð gagnrýni frá greiningardeildum erlendra banka, ýmissa matsfyrirtækja og erlendra blaða. Sem dæmi má að taka stóran greinaflokk í blaðinu Börsen Í Danmörku sem hét; "Kóngulóavefur áhættunnar". Og maður fór auðvitað að velta því fyrir sér hvort eitthvað væri til í þessu. Síðan voru fengnir heimsfrægir hagfræðingar, til dæmis Mishkin, sem nú er einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna, til að hvítþvo íslenskt viðskiptalíf. Siðan var prófessor frá Harvard fenginn til að gera úttekt og hann gaf Íslendingum einnig heilbrigðisvottorð. Þá hugsaði maður með sér að þetta væru bara einhverjir útlenskir bankar sem væru öfundast út í íslensku bankanna. Fyrir venjulegan almenning eins og mig virtist ástandið því í góðu lagi. Ég býst við því að þetta hafi átt við mjög marga og sennilega forsetann líka, hann hafi trúað þessu." Hagnaðist Ólafur Ragnar persónulega á einhvern hátt á því að vera erindreki útrásarfyrirtækja? „Nei, hann hefur aldrei fengið á sig orð fyrir að skara eld að eigin köku, aldrei nokkurn tíma. Ég held að það sé alveg út í hött að álíta það. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið að gæta íslenskra hagsmuna, hans meginhugsun hafi verið að hjálpa Íslendingum erlendis. Þetta voru ekki bara kaupsýslumenn heldur líka vísindamenn og listamenn, sem hann hefur verið mjög hjálpsamur og komið mörgu áleiðis á erlendri grundu á þeim sviðum." Hvernig sérðu fyrir fjórða kjörtímabil forsetans framundan? „Það er sjálfsagt erfiður tími fyrir Íslendinga framundan, á næsta ári og kannski þarnæsta.Maður vonast auðvitað til að Íslendingar nái sér sem fyrst úr þessari kreppu Þó hún sé óvenjulega djúp. Svona efnahagslægðir eru nú einn af fylgifiskum kapítalismans. Ég býst við að þetta verði Ólafi Ragnari erfitt, eins og þjóðinni allri. Ég er alveg klár á því. Annað get ég ekki um það sagt." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Guðjón Friðriksson er þrautreyndur ævisagnaritari, hefur ritað ævisögur manna á borð við Jónas frá Hriflu, Einar Benediktsson, Hannes Hafstein og Jón Sigurðsson, en sú bók hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka á sínum tíma. Nýjasta bók hans er frábrugðin fyrri bókum hans því hér er ekki um ævisögu að ræða, heldur frásögn af afmörkuðu tímabili í ævi fyrirferðarmikils samtímamanns, Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hvernig atvikaðist það að þú tókst að þér að skrifa þessa bók og hver er tilgangurinn með henni? „Ég fór á fyrirlestur hjá Ólafi Ragnari í janúar 2006 hjá Sagnfræðingafélagi Íslands sem fjallaði um útrásina. Við tókum tal saman eftir fyrirlesturinn og hann stakk því að mér að ég ætti að skrifa samtímasögu til tilbreytingar. Þetta væru sögulegir tímar sem við værum á. Ég var þá í millibilsástandi með verkefni og tók hann bara á orðinu. Svo þróaðist þetta og ég vildi taka hann sjálfan fyrir sem meginþema bókarinnar og segja söguna út frá honum. Ég lít á bókina sem samtímasögu en sambærilegar bækur koma út í miklum mæli í nágrannalöndunum og víðar. Ef maður fer í bókabúð í Bandaríkjunum eru fleiri hillumetrar lagðir undir bækur um samtímamenn og samtímaviðburði. Ég lít á verk mitt sem sagnfræði um atburði síðustu ára og einnig innlegg í umræðu dagsins, ekki síst í umræðu um forsetaembættið sjálft og forsetatíð Ólafs Ragnars, sem hefur verið talsvert umdeild." Hvernig var samstarfi ykkar Ólafs Ragnars háttað? Lagði hann línuna um efnistökin eða hafðirðu frjálsar hendur? "Nei, hann lagði enga línu um efnistök. En ég átti mörg viðtöl við hann, tók upp gríðarlega mikið efni á band, en að öðru leyti lagði ég þetta upp sjálfur. Hann þurfti ekki að leggja blessun sína yfir neitt, alls ekki. Ég spurði og hann svaraði jafnan greiðlega, en það eru auðvitað takmörk fyrir því hverju hann getur sagt frá, sumt er að sjálfsögðu trúnaðarmál."Viðbúið að yrðu árekstrar Hvernig forseti er Ólafur Ragnar Grímsson, til dæmis samanborið við fyrri forseta? „Þeir eru nú allir hver öðrum ólíkir, þeir forsetar sem hafa verið. Þeir hafa allir með einhverjum hætti sett sitt mark á embættið. Þetta er auðvitað ungt embætti, ekki nema 60 ára gamalt eða svo. Ólafur Ragnar hefur verið miklu sjálfstæðari og haft meira frumkvæði í ýmsum málum en fyrri forsetar, að Sveini Björnssyni frátöldum, sem tók mjög mikinn þátt í þjóðmálum. Þetta hefur óhjákvæmilega valdið ákveðnum núningi við ríkisstjórnina, sérstaklega ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Það skýrist meða annars af því að í þeirri ríkisstjórn sátu helstu andstæðingar Ólafs Ragnars frá fyrri tíð. Það var viðbúið þegar hann fór að láta að sér kveða með býsna sjálfstæðum hætti að það yrðu árekstrar. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli og ég reyni að lýsa því í bókinni." Ólafur Ragnar er mjög umdeildur maður og á sér marga óvildarmenn. Rakstu þig á það á einhvern hátt? „Nei, ekki með beinum hætti en maður þarf ekki annað en að fylgjast með umræðum í fjölmiðlum og á netinu til að sjá það. Hann er einn af þeim mönnum sem er mjög umdeildur og á sér mikla og hatramma andstæðinga. Það kom vel fram árið 2004 þegar miklarar öldur og úfar risu. Ólafur Ragnar er bara þeirrar gerðar að hann vekur upp miklar tilfinningar."Ímynd Ólafs ekki tilgangurinn Bókin kemur út í upphafi fjórða kjörtímabils Ólafs Ragnars og getur því trauðla talist uppgjörsbók. Margir munu mögulega túlka hana sem lið í því að styrkja tiltekna ímynd af Ólafi Ragnari í sessi. Finnst þér þú hafa lagt þinn fræðilega heiður að veði með ritun þessarar bókar? „Maður leggur sinn fræðilega heiður undir í hvert sinn sem maður skrifar bók. En það var ekki tilgangurinn að skapa einhverja ímynd. Ég býst við að þetta verði síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars og hann þarf ekkert á því að halda í sjálfu sér að búa til einhverja nýja ímynd af sér eða endurbæta hana. Bókin á fyrst og fremst að lýsa liðinni sögu, eins og hver önnur sagnfræði." Bókin átti upphaflega að koma út í fyrra. Þeirri kenningu hefur verið hent á lofti að bókin hafi verið hugsuð sem viðbrögð við hugsanlegu mótframboði í ár. Er eitthvað til í því? „Nei, það er algjörlega úr lausu lofti gripið. Það voru ýmis vandkvæði sem komu í veg fyrir að bókin kom út í fyrra. Textinn var tilbúinn síðsumars 2007 en það átti eftir að útvega myndir. Næstu vikurnar á eftir var Ólafur mjög lítið á landinu og það einfaldlega vannst ekki nægur tími til að ganga frá bókinni í tæka tíð." Þú minnist á það í inngangi að bókin er að stærstum hluta skrifuð árið 2006 og 2007 þegar mikil bjartsýni ríkir. Lesendur þurfi að hafa það í huga. Þarf þessi bók ekki að koma út í uppfærðri útgáfu innan fárra ára í ljósi þess sem hefur gerst? „Þessir atburðir sem gerst hafa undanfarnar vikur kalla bara á nýtt verk í sjálfu sér. Það er annað tímabil. Þessi saga er að mestu leyti skrifuð 2006 og 2007, hápunktur tímabils sem segja má að nú sé liðið og bókin lýsir því. Svo verða önnur verk að segja söguna áfram. Mér finnst ágætt að þessi bók komi út núna. Hún er þá vitnisburður um þessa tíma og þátt Ólafs Ragnars í þeim." Þú nefnir það í eftirmála bókarinnar að þú hafir miklar mætur á Ólafi Ragnari. Heldurðu að þú hafi verið nægjanlega gagnrýninn? „Það verða lesendur að meta. Ég læt ýmsar gagnrýnisraddir á Ólaf hljóma í bókinni, bæði raddir úr fjölmiðlum auk þess sem ég tók viðtal við marga. Ég hefði gjarnan viljað að rödd Davíðs Oddssonar hljómaði í bókinni en hann gaf ekki kost á því."Átökin við Davíð Davíð Oddsson leikur stórt aukahlutverk í bókinni. Það hefur verið fullyrt að bókin sé beinlínis stríðsyfirlýsing á hendur honum. Ólafur Ragnar og Davíð hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina. Þú rekur mörg dæmi um hvernig Davíð reynir að klekkja á forsetanum. En tók Ólafur Ragnar ekki þátt í þeim leik sjálfur? Má ekki líta á ýmsar embættisfærslur forsetans, til dæmis þegar hann hélt utan á heimastjórnarafmælinu og þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög, fyrst og fremst sem lið í persónulegum átökun milli þessara manna frekar en málefnaágreining? „Varðandi heimastjórnarafmælið kemur fram í máli Ólafs Ragnars í bókinni að hann fór gagngert utan vegna þess að honum líkaði ekki hvernig heimastjórnarhátíðin þróaðist. Honum fannnst óþolandi að forseti Íslands ætti ekki að hafa hlutverk í henni, eins og í fyrri þjóðhátíðum, og þess vegna fór hann utan þegar afmælið var. Það má segja að hafi verið mótleikur í þessu stríði, svokallaða. Meðan Ólafur var í útlöndum var haldinn þessi frægi ríkisráðsfundur án þess að forsetinn, oddviti ríkisráðs, væri látinn vita. Deilurnar um það voru málefnalegar. Að mínu viti á að láta forsetann vita af ríkisráðsfundi og kynna sér hvort hann getur komið. Það er ekki snúnara að fljúga frá útlöndum en frá Akureyri. Mér fannst málefnaleg rök á bakvið það. Annað mál, fjölmiðlamálið var gífurlega umdeilt í öllu samfélaginu, og einnig af málefnalegum ástæðum. Lögfræðingar tóku virkan þátt í þeirri umræðu og margir bentu á að lögin gætu brotið í bága við stjórnarskrána að fleiru en einu leyti. Þar að auki virtist mikill meirihluti þjóðarinnar vera gjörsamlega andsnúinn lögunum. Það mál snerist því ekki um stríð milli Ólafs Ragnars og Davíðs, þótt það kristallaðist í átökum milli þeirra." Þú lýsir átökum milli Ólafs og Davíðs sem virðast hafa orðið af lítilfjörlegum tilefnum. Í ljósi alls þess sem á hefur gengið, hefur það verið happadrjúgt fyrir forsetaembættið og Ísland að Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson gegndu embætti forseta og forsætisráðherra? Ber bókin þess ekki um margt vitni að það sé ekki heppilegt að fyrrverandi stjórnmálamenn setjist í forsetastól? „Það verða menn að meta. Forsetinn er kosinn pólitískri kosningu, þjóðin öll ákveður hver verður forseti hverju sinni. Stundum er þjóðin á þeirri skoðun að það eigi ekki að vera stjórnmálamenn, til dæmis við kjör Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur, en árið 1996 var greinilega kominn vilji til þess hjá þjóðinni að það kæmi aftur stjórnmálamaður í þetta embætti, eins og hafði verið í fyrstu tveimur tilvikunum - Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson. Yfirleitt koma forsetar víðs vegar um heiminn úr hópi stjórnmálamanna. En þetta fer auðvitað eftir persónunum hverju sinni." Hvaða varanleg áhrif telurðu að Ólafur Ragnar hafi haft á forsetaembættið? „Hann hefur beitt málskotsréttinum og þannig gert það ákvæði í stjórnarskránni virkt. Forsetaembættið verður aldrei samt eftir það. Það var viðurkennt í reynd að forsetinn hefði rétt til að skjóta lögum til þjóðarinnar. Önnur meginbreyting er sú að hann hefur tekið mikið frumkvæði í sambandi við viðskipti Íslendinga erlendis. Hann hefur haft frumkvæði í þessari útrás til útlanda. Ég held að þjóðhöfðingjar annarra landa hafi verið mjög mikið í því að liðsinna kaupsýslumönnum landa sinna á erlendri grundu. Þetta eru stærstu tvær breytingarnar, hann hefur verið miklu virkari útávið en fyrri forsetar og með öðrum hætti. Vigdís var auðvitað mjög virk, en á annan hátt."Fer sér stundum og geyst Tekurðu undir þær raddir sem segja að það sé liðin tíð að forsetaembættið sé sameiningartákn þjóðinnar? „Ég skýri það út í bókinni að það sé í raun ómögulegt að vera sameiningatákn í þeim skilningi að allir séu sáttir við forsetann, því þá má hann ekki hafa skoðanir á neinu og það þarf ekki nema einn mann til að andæfa einhverju sem forsetinn gerir til að stinga upp í hann. En í febrúar á þessu ári var gerð skoðanakönnun um stuðning við Ólaf og það kom í ljós að um 85 til 87 prósent þjóðarinnar voru ánægð með störf hans en tíu prósent vildu annan forseta. Hugsanlega hefur þetta breyst eftir bankahrunið. Ólafur Ragnar tengist útrásinni og það gæti skemmt fyrir honum." Í bókinni kemur einmitt fram að Ólafur Ragnar gegndi mikilvægu hlutverki í útrásinni, í raun verið í forsvari fyrir hana. Fyrirlesturinn, sem þú minntist, sem Ólafur hélt um útrásina hjá Sagnfræðingafræðingafélaginu var til dæmis gagnrýndur af sagnfræðingum. Enn fremur, árið 2006, þegar íslensk fjármálafyrirtæki áttu í vök að verjast erlendis, gerðist hann nánast kynningarfulltrúi þeirra. Nú er komið á daginn að margt af þeirri gagnrýni sem kom á íslensk fyrirtæki á þeim tíma var á rökum reist. Sýnir það ekki að forsetinn hafi farið sér of geyst þegar hann talaði máli útrásarinnar? „Það má alveg spyrja þeirrar spurningar. Ólafi hættir til að fara framúr sjálfum sér í ræðum, það kemur fram í bókinni. Hann er ákafur maður og gengur mjög langt í að mæra Ísland og Íslendinga á erlendri grund og notar þá sterk orð. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og ég get tekið undir það að sumu leyti."Næstu ár erfið fyrir Ólaf Er þá nema að undra að margir séu forsetanum reiðir og finnist hann hafa tekið málstað þeirra sem nú hafa hneppt þjóðina í skuldaklafa fram yfir almenning? „Það verður nú að athuga að það var meira eða minna öll íslenska þjóðin í þessum sporum, ekki bara hann. Vorið 2006 að kom fram hörð gagnrýni frá greiningardeildum erlendra banka, ýmissa matsfyrirtækja og erlendra blaða. Sem dæmi má að taka stóran greinaflokk í blaðinu Börsen Í Danmörku sem hét; "Kóngulóavefur áhættunnar". Og maður fór auðvitað að velta því fyrir sér hvort eitthvað væri til í þessu. Síðan voru fengnir heimsfrægir hagfræðingar, til dæmis Mishkin, sem nú er einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna, til að hvítþvo íslenskt viðskiptalíf. Siðan var prófessor frá Harvard fenginn til að gera úttekt og hann gaf Íslendingum einnig heilbrigðisvottorð. Þá hugsaði maður með sér að þetta væru bara einhverjir útlenskir bankar sem væru öfundast út í íslensku bankanna. Fyrir venjulegan almenning eins og mig virtist ástandið því í góðu lagi. Ég býst við því að þetta hafi átt við mjög marga og sennilega forsetann líka, hann hafi trúað þessu." Hagnaðist Ólafur Ragnar persónulega á einhvern hátt á því að vera erindreki útrásarfyrirtækja? „Nei, hann hefur aldrei fengið á sig orð fyrir að skara eld að eigin köku, aldrei nokkurn tíma. Ég held að það sé alveg út í hött að álíta það. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið að gæta íslenskra hagsmuna, hans meginhugsun hafi verið að hjálpa Íslendingum erlendis. Þetta voru ekki bara kaupsýslumenn heldur líka vísindamenn og listamenn, sem hann hefur verið mjög hjálpsamur og komið mörgu áleiðis á erlendri grundu á þeim sviðum." Hvernig sérðu fyrir fjórða kjörtímabil forsetans framundan? „Það er sjálfsagt erfiður tími fyrir Íslendinga framundan, á næsta ári og kannski þarnæsta.Maður vonast auðvitað til að Íslendingar nái sér sem fyrst úr þessari kreppu Þó hún sé óvenjulega djúp. Svona efnahagslægðir eru nú einn af fylgifiskum kapítalismans. Ég býst við að þetta verði Ólafi Ragnari erfitt, eins og þjóðinni allri. Ég er alveg klár á því. Annað get ég ekki um það sagt."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira