Erlent

Segolene Royal vill endurtalningu

Segolene Royal
Segolene Royal

Segolene Royal hefur farið fram á að atkvæði í leiðtogakjöri franska Sósíalistaflokksina á föstudaginn verði talin aftur. Royal tapaði naumlega fyrir Martine Aubry, borgarstjóra í Lille, en aðeins munaði fjörutíu og tveimur atkvæðum.

Stuðningsmenn Royal segjast hafa sannanir fyrir því að fylgismenn Aubry hafi breitt brögðum í kosningunum. Hún hefur ekki ljáð máls á endurtalningu, hvað þá að kosið verði aftur.

Stjórnmálaskýrendur segja hættu á að Sósíalistaflokkurinn klofni. Royal berjist nú fyrir lífi sínu í stjórnmálum en í fyrra tapaði hún fyrir Nicolas Sarkozy í forsetakosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×