Erlent

Afsagnar forsætisráðherra Tælands krafist

Somchai Wongsawat.
Somchai Wongsawat.

Boðað hefur verið til fjöldamótmæla í Bangkok höfuðborg Tælands í kvöld þar sem þess er krafist að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra og ný ríkisstjórn verði mynduð.

Skipuleggendur mótmælanna vonast til þess að fjöldafundurinn í kvöld verði sá fjölmennasti í sögu landsins. Í byrjun október tóku hátt í 100 þúsund manns þátt í mótmælum gegn forsætisráðherranum og voru það fjölmennustu mótmælin frá upphafi. Þá brutust út átök milli mótmælenda og lögreglu með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir særðust.

Forsætisráðherrann er sakaður um að vera strengjabrúða Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2006. Wongsawat er mágur Shinawatra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×