Erlent

Segja sjórán í andstöðu við múslimatrú

MYND/AP

Vopnaðar sveitir uppreisnarmanna Íslamista í Sómalíu hótuðu í morgun að ráðast um borð í olíuflutningaskip sem sjóræningar rændu í síðustu viku og liggur nú fyrir akkeri undan strönd Sómalíu. Sirius Star er þrjú hundruð þúsund tonna olíuskip sem var að flytja olíu frá Sádí Arabíu til Bandaríkjanna.

Lausnargjalds er krafist fyrir skipið. Uppreisnarmenn í Sómalíu segja sjóránið í andstöðu við múslimatrú. Ótækt sé að múslimar ræni frá öðrum múslimum, en skipið frá Sádí Arabíu. Uppreisnarmennirnir hóta að beita hervaldi verði skipinu ekki skilað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×